„Skutlari“ áreitti stúlku og varð fyrir alvarlegri líkamsárás Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2025 17:18 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. janúar. Vísir/Vilhelm Svokallaður „skutlari“ hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita stúlku kynferðislega í bifreið sinni. Aðstandandi stúlkunnar tók hann kyrkingartaki í kjölfarið og hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Sá var nýverið dæmdur í áralangt fangelsi fyrir aðkomu að Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 15. janúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023, í bifreið sem ók ók, á leið frá Hafnarstræti að ótilgreindum stað í Reykjavík, káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða og reynt að kyssa hana tungukossum. Neitaði að sleppa takinu Í dóminum segir að umrætt kvöld hafi lögregla verið kölluð til vegna slagsmála á ótilgreindum stað í Reykjavík. Á leið á vettvang hafi borist tilkynning um að um væri að ræða „skutlara“sem hefði brotið kynferðislega á stúlku sem var að koma heim, hann hefði svo ráðist á foreldra stúlkunnar og foreldrarnir héldu honum niðri utandyra. Á vettvangi hafi séð hvar maður hafi haldið á manninum í kæfingartaki á bílaplani. Þeir hafi legið á jörðinni og báðir verið blóðugir. Maðurinn hafi verið alblóðugur í fram. Manninum hafi strax verið gefin skipun um að sleppa skutlaranum og lögreglumaður hafi losað takið. Maðurinn hafi verið tregur til að losa takið og sagt manninn berjast um. Skutlarinn hafi verið meðvitundarlaus, ekki svarað áreiti en gefið frá sér lágar stunur. Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að hafa yrði í huga að í framhaldi af atvikum hafi verið ráðist alvarlega á manninn og hann hafi ekki enn jafnað sig fyllilega af þeirri árás. Við mat á framburði mannsins yrði að hafa í huga að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og hefði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina á manninn. Þegar verið dæmdur til langrar fangelsisvistar Af atvikalýsingu í dómnum er ljóst að maðurinn heitir Haukur Ægir Hauksson. Hann var dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í því máli var hann upphaflega einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá liður var felldur út úr ákæru og annað mál var höfðað á hendur honum. Haukur Ægir ræddi atvik þau sem hér um ræðir við Frosta Logason í hlaðvarpi hans, Brotkasti, á dögunum. Hann sagðist vera ranglega sakaður um tilraun til manndráps og að maðurinn hefði átt upptök að átökum þeirra með því að lemja hann og vinkonu hans með kylfu. Upptökur úr öryggismyndavélum komu upp um hann Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður stúlkunnar hafi verið stöðugur um atvik kvöldsins en það hafi framburður skutlarans einnig verið. Framburður hans um atvik hafi aftur á móti ekki samræmst upptökum úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum og maðurinn hafi ekki getað skýrt það misræmi með fullnægjandi hætti. Maðurinn sjáist þar ítrekað hægja á sér nálægt stúlkunni og fara sömu leið og hún. Hann hafi enga skýringu gefið á því hvers vegna hann hafði opnað ökumannsgluggann þegar hann ók eftir Hafnarstræti, en fram hafi komið í málinu að ákaflega kalt var í veðri. Þar hafi hann stansað á götunni og stúlkan gengið að bifreiðinni. Þau hafi rætt saman og afturdyr bifreiðarinnar sjáist opnast. Þær skýringar mannsins að hann hafi rætt við stúlkuna á arabísku þyki nokkuð ótrúverðugar í ljósi þess að hann virðist síðan benda henni áfram og aki inn í bílastæði litlu framar. Maðurinn hafi sagst hafa ætlað sér að leggja bifreiðinni en ekki verið farinn út þegar stúlkan hafi sest inn í bifreiðina. „Svo virðist hins vegar sem hann hafi fært bifreiðina vegna þess að hann var á miðri götu og önnur bifreið var komin fyrir aftan hann. Þá er ekki að sjá að ákærði hafi ætlað sér að leggja og fara út úr bifreiðinni, eins og hann hefur borið um, en brotaþoli stóð við bifreiðina í meira en tvær mínútur án þess að ákærði færi út úr henni.“ Með vísan til þessa ósamræmis og atvika málsins hafi dómurinn talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni. Rauf skilorð Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir brot gegn ákvæðum almennra hegningarlaga um líkamsárás, brot í nánu sambandi og barnaverndalögum. Því yrði skilorðsbundinn hlut þess dóms dæmdur upp og manninum dæmd refsing í einu lagi. Refsing hans væri hæfilega metin tíu mánaða fangelsi en rétt þætti að skilorðsbinda hana að fullu. Þá skyldi hann greiða stúlkunni hálfa milljón króna í miskabætur og allan sakarkostnað. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans námu rúmlega 1,6 milljónum króna og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar tæplega 1,4 milljónum króna. Dómsmál Leigubílar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 15. janúar en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023, í bifreið sem ók ók, á leið frá Hafnarstræti að ótilgreindum stað í Reykjavík, káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða og reynt að kyssa hana tungukossum. Neitaði að sleppa takinu Í dóminum segir að umrætt kvöld hafi lögregla verið kölluð til vegna slagsmála á ótilgreindum stað í Reykjavík. Á leið á vettvang hafi borist tilkynning um að um væri að ræða „skutlara“sem hefði brotið kynferðislega á stúlku sem var að koma heim, hann hefði svo ráðist á foreldra stúlkunnar og foreldrarnir héldu honum niðri utandyra. Á vettvangi hafi séð hvar maður hafi haldið á manninum í kæfingartaki á bílaplani. Þeir hafi legið á jörðinni og báðir verið blóðugir. Maðurinn hafi verið alblóðugur í fram. Manninum hafi strax verið gefin skipun um að sleppa skutlaranum og lögreglumaður hafi losað takið. Maðurinn hafi verið tregur til að losa takið og sagt manninn berjast um. Skutlarinn hafi verið meðvitundarlaus, ekki svarað áreiti en gefið frá sér lágar stunur. Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að hafa yrði í huga að í framhaldi af atvikum hafi verið ráðist alvarlega á manninn og hann hafi ekki enn jafnað sig fyllilega af þeirri árás. Við mat á framburði mannsins yrði að hafa í huga að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna og hefði verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir árásina á manninn. Þegar verið dæmdur til langrar fangelsisvistar Af atvikalýsingu í dómnum er ljóst að maðurinn heitir Haukur Ægir Hauksson. Hann var dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í því máli var hann upphaflega einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps en sá liður var felldur út úr ákæru og annað mál var höfðað á hendur honum. Haukur Ægir ræddi atvik þau sem hér um ræðir við Frosta Logason í hlaðvarpi hans, Brotkasti, á dögunum. Hann sagðist vera ranglega sakaður um tilraun til manndráps og að maðurinn hefði átt upptök að átökum þeirra með því að lemja hann og vinkonu hans með kylfu. Upptökur úr öryggismyndavélum komu upp um hann Í niðurstöðukafla dómsins segir að framburður stúlkunnar hafi verið stöðugur um atvik kvöldsins en það hafi framburður skutlarans einnig verið. Framburður hans um atvik hafi aftur á móti ekki samræmst upptökum úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum og maðurinn hafi ekki getað skýrt það misræmi með fullnægjandi hætti. Maðurinn sjáist þar ítrekað hægja á sér nálægt stúlkunni og fara sömu leið og hún. Hann hafi enga skýringu gefið á því hvers vegna hann hafði opnað ökumannsgluggann þegar hann ók eftir Hafnarstræti, en fram hafi komið í málinu að ákaflega kalt var í veðri. Þar hafi hann stansað á götunni og stúlkan gengið að bifreiðinni. Þau hafi rætt saman og afturdyr bifreiðarinnar sjáist opnast. Þær skýringar mannsins að hann hafi rætt við stúlkuna á arabísku þyki nokkuð ótrúverðugar í ljósi þess að hann virðist síðan benda henni áfram og aki inn í bílastæði litlu framar. Maðurinn hafi sagst hafa ætlað sér að leggja bifreiðinni en ekki verið farinn út þegar stúlkan hafi sest inn í bifreiðina. „Svo virðist hins vegar sem hann hafi fært bifreiðina vegna þess að hann var á miðri götu og önnur bifreið var komin fyrir aftan hann. Þá er ekki að sjá að ákærði hafi ætlað sér að leggja og fara út úr bifreiðinni, eins og hann hefur borið um, en brotaþoli stóð við bifreiðina í meira en tvær mínútur án þess að ákærði færi út úr henni.“ Með vísan til þessa ósamræmis og atvika málsins hafi dómurinn talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um kynferðislega áreitni. Rauf skilorð Í kafla dómsins um ákvörðun refsingar segir að samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir brot gegn ákvæðum almennra hegningarlaga um líkamsárás, brot í nánu sambandi og barnaverndalögum. Því yrði skilorðsbundinn hlut þess dóms dæmdur upp og manninum dæmd refsing í einu lagi. Refsing hans væri hæfilega metin tíu mánaða fangelsi en rétt þætti að skilorðsbinda hana að fullu. Þá skyldi hann greiða stúlkunni hálfa milljón króna í miskabætur og allan sakarkostnað. Málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans námu rúmlega 1,6 milljónum króna og þóknun réttargæslumanns stúlkunnar tæplega 1,4 milljónum króna.
Dómsmál Leigubílar Kynferðisofbeldi Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira