Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 13:42 Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi Miðflokksins og fjármálaráðherra, brosir til herskara fjölmiðlamanna fyrir utan einn krísufunda flokksins vegna ástandsins á stjórnarheimilinu í vikunni. Vísir/EPA Norska ríkisstjórnin er sprungin eftir að þingflokkur Miðflokksins ákvaða að slíta samstarfi við Verkamannaflokkinn í dag. Leiðtogi flokksins segist ekki vilja vilja færa Evrópusambandinu aukin völd. Stjórnarflokkarnir tveir hafa deilt um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þær strax en Miðflokkurinn hafnar nánari samvinnu við Evrópu í orkumálum. Þingflokkur Miðflokksins samþykkti samhljóða að slíta stjórnarsamstarfinu á fundi í hádeginu. Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi flokksins, sagði að honum loknum að það kæmi ekki til greina að tengja Noreg nánari böndum við það sem hann kallaði „vanvirkan“ raforkumarkað og orkustefnu Evrópu. Marit Arnstad, formaður þingflokks Miðflokksins, sagðist telja rétt að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, héldi áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar. Støre hefur boðað til blaðamannafundar um stjórnarslitin klukkan 14:00 að íslenskum tíma. „Við verðum staðreyndamiðaður og uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur en við viljum vera kýrskýr um að við viljum breytingar á rafmagns- og orkustefnunni,“ sagði Arnstad. Vedum boðaði að Miðflokkurinn ætlaði að reyna að mynda meirihluta á þingi um nýja raforkustefnu á þeim fimm nánuðum sem eru eftir af þessu þingi. Kjósa á til þings í Noregi í september. Raforkuverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi upp á síðkastið og báðir stjórnarflokkar hafa lýst áhuga á að hætta útflutningi á rafmagni til Danmerkur til þess að reyna að snúa þeirri þróun við. Noregur Orkumál Evrópusambandið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Stjórnarflokkarnir tveir hafa deilt um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þær strax en Miðflokkurinn hafnar nánari samvinnu við Evrópu í orkumálum. Þingflokkur Miðflokksins samþykkti samhljóða að slíta stjórnarsamstarfinu á fundi í hádeginu. Trygve Slagsvold Vedum, leiðtogi flokksins, sagði að honum loknum að það kæmi ekki til greina að tengja Noreg nánari böndum við það sem hann kallaði „vanvirkan“ raforkumarkað og orkustefnu Evrópu. Marit Arnstad, formaður þingflokks Miðflokksins, sagðist telja rétt að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, héldi áfram sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar. Støre hefur boðað til blaðamannafundar um stjórnarslitin klukkan 14:00 að íslenskum tíma. „Við verðum staðreyndamiðaður og uppbyggilegur stjórnarandstöðuflokkur en við viljum vera kýrskýr um að við viljum breytingar á rafmagns- og orkustefnunni,“ sagði Arnstad. Vedum boðaði að Miðflokkurinn ætlaði að reyna að mynda meirihluta á þingi um nýja raforkustefnu á þeim fimm nánuðum sem eru eftir af þessu þingi. Kjósa á til þings í Noregi í september. Raforkuverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi upp á síðkastið og báðir stjórnarflokkar hafa lýst áhuga á að hætta útflutningi á rafmagni til Danmerkur til þess að reyna að snúa þeirri þróun við.
Noregur Orkumál Evrópusambandið Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira