Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Sindri Sverrisson skrifar 30. janúar 2025 13:32 Dagur Sigurðsson er kominn með króatíska liðið í undanúrslit á HM. Það ræðst í kvöld hvort liðið mun spila um brons eða gull á mótinu. Getty/Sanjin Strukic „Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn. Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“ HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira
Leikur Króatíu og Frakklands hefst klukkan 20 í kvöld, í Zagreb, en þetta er síðasti leikurinn í króatísku höfuðborginni því hinn undanúrslitaleikurinn, og leikirnir um verðlaun, fara fram í Bærum í Noregi. Spoljaric greindi frá því í sjónvarpsviðtali við RTL í Króatíu í gær að þeir Igor Karacic og Luka Cindric kæmu nú inn í hópinn. Cindric hefur verið utan hóps vegna meiðsla, síðan í sigrinum gegn Argentínu í öðrum leik Króata á mótinu, þó að einhverjir héldu því fram að ósætti hefði orðið milli þeirra Dags. Íslendingurinn vísaði þeim sögum á bug í samtali við Vísi. Þeir Cindric og Karacic fylgdust með af áhorfendapöllunum þegar Króatar unnu sigurinn magnaða gegn Ungverjum í fyrrakvöld en koma nú inn í hópinn. „Þetta er skrýtin staða. Það væri betra ef við hefðum tíu leikmenn til að skipta inn. En önnur landslið glíma líka við vandræði. Við verðum að halda áfram og reyna að vinna Frakkana,“ sagði Spoljaric. Króatar urðu fyrir áfalli í sigrinum á Ungverjum því David Mandic meiddist og spilar ekki meira á mótinu. Skyttan öfluga Ivan Martinovic meiddist einnig en Dagur sagði við fjölmiðla í gær að hann ætti að geta spilað í kvöld. „Þeir eru allir klikkaðir“ „Það eru allir meiddir. Þetta er þriðja stórmótið hjá mönnum á einu ári. Sumir þeirra hafa ekki fengið 3-4 daga frí allan þennan tíma. Það er að gera út af við menn að spila hérna annan hvern dag. En þeir eru allir klikkaðir, ha ha, allir eru klárir í að spila,“ sagði Spoljaric í sjónvarpsfréttum og bætti við: „Þeir eru allir tilbúnir í að vera í hópnum. Þeir myndu spila á öðrum fæti. Þeir reyna að vera eins tilbúnir og hægt er. Það verða teknar nokkrar töflur og sjúkraþjálfararnir vinna myrkranna á milli.“
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira