Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2025 12:32 Martim Costa fagnar eftir leikinn gegn Þýskalandi. getty/Mateusz Slodkowski Sérfræðingar TV 2 í Danmörku segja að sigurmark Portúgals gegn Þýskalandi í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta karla hafi verið ólöglegt. Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Martim Costa skoraði sigurmark Portúgala í þann mund sem leiktíminn í framlengingunni rann út. Portúgal vann leikinn, 31-30, og komst þar með í undanúrslit stórmóts í fyrsta sinn. Þýsku strákarnir hans Alfreðs Gíslasonar sátu hins vegar eftir með sárt ennið. Sérfræðingar TV 2 vildu meina að mark Costas hefði ekki átt að standa þar sem hann hafi tekið of mörg skref. „Það er óumdeilt að þetta voru skref á Costa. Svona lagað getur gerst en það er pirrandi fyrir norsku dómarana að þeir geti ekki skoðað þetta á myndbandi. Ég skil það ekki,“ sagði Claus Møller Jakobsen. Svakaleg dramatík þegar Portúgal komst í undanúrslit eftir framlengdan leik gegn Þjóðverjum og Alfeð er úr leik. pic.twitter.com/Io6IFmDM5L— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 29, 2025 „Þegar það kemur upp svona staða á síðustu þrjátíu sekúndunum sem hefur úrslitaáhrif á leikinn skil ég ekki að dómararnir fari ekki og skoði hvort allt hafi verið með felldu. Að mínu mati eru þetta stór dómaramistök. Markið hefði ekki átt að standa.“ Rasmus Boysen segist á X hafa talið skrefin hjá Costa og að þau hafi verið fimm talsins. 5 steps on the Portuguese game-winner🤷♂️#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 29, 2025 Costa skoraði fjögur mörk fyrir Portúgal í leiknum í gær en markahæstur hjá liðinu var bróðir hans, Francisco, með átta mörk. Portúgal mætir Danmörku í seinni undanúrslitaleiknum annað kvöld. Í kvöld eigast Króatía og Frakkland við í fyrri undanúrslitaleiknum.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira