Dóra er á leiðinni í loftið með nýja þætti á Vísi, Tískutal en um er að ræða átta þætti sem byrja á morgun. Í þáttunum fá áhorfendur að hitta þjóðþekkta einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að vera með einstakan stíl.
Í Íslandi í dag fór Sindri Sindrason í heimsókn til Dóru og fékk að skoða fataskápinn ásamt því að sjá íbúð þeirra hjóna.
En Dóra elskar liti, fallega muni og skemmtileg föt eins og sjá má hér að neðan.