Norska stjórnin gæti sprungið í dag Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2025 08:56 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra. Dagar ríkisstjórnar hans og Miðflokksins virðast vera taldir. Vísir/EPA Líklegt er talið að samsteypustjórn Verkamannaflokksins og Miðflokksins í Noregi springi jafnvel strax í dag. Þrátefli er sagt uppi á milli flokkanna um hvort innleiða eigi Evróputilskipanir sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Heimildir norska ríkisútvarpsins herma að líklegasta niðurstaðan sé að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Það gæti jafnvel gerst strax eftir fyrirhugaðan fund flokksmanna í dag. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, er sagður hafa afboðað sig á viðburð í dag vegna neyðarástandsins á stjórnarheimilinu. Verkamannaflokkurinn telur nauðsynlegt að innleiða strax evrópsku tilskipanirnar en Miðflokkurinn hafnar frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum. Deilurnar eiga sér í stað í skugga áhyggna Norðmanna af sögulega háu raforkuverði í vetur. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu hvor í sínu horni í gær en það virðist ekki hafa breytt afstöðu þeirra. Nokkrir flokkar á norska þinginu og hluti verkalýðshreyfingarinnar er sagður vilja að Noregur segi sig alfarið úr samstarfi við ESB í orkumálum. Sérfræðingar sem norska ríkisútvarpið hefur rætt við segja að það gæti stefnt EES-samningum sjálfum í tvísýnu. Ísland á aðild að samningnum auk Noregs og Liechtenstein. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Gangi Miðflokkurinn úr ríkisstjórninni þyrfti Verkamannaflokkurinn að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum þingið. Noregur Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Heimildir norska ríkisútvarpsins herma að líklegasta niðurstaðan sé að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórnarsamstarfinu. Það gæti jafnvel gerst strax eftir fyrirhugaðan fund flokksmanna í dag. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, er sagður hafa afboðað sig á viðburð í dag vegna neyðarástandsins á stjórnarheimilinu. Verkamannaflokkurinn telur nauðsynlegt að innleiða strax evrópsku tilskipanirnar en Miðflokkurinn hafnar frekara samstarfi við Evrópusambandið í orkumálum. Deilurnar eiga sér í stað í skugga áhyggna Norðmanna af sögulega háu raforkuverði í vetur. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu hvor í sínu horni í gær en það virðist ekki hafa breytt afstöðu þeirra. Nokkrir flokkar á norska þinginu og hluti verkalýðshreyfingarinnar er sagður vilja að Noregur segi sig alfarið úr samstarfi við ESB í orkumálum. Sérfræðingar sem norska ríkisútvarpið hefur rætt við segja að það gæti stefnt EES-samningum sjálfum í tvísýnu. Ísland á aðild að samningnum auk Noregs og Liechtenstein. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Gangi Miðflokkurinn úr ríkisstjórninni þyrfti Verkamannaflokkurinn að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum þingið.
Noregur Evrópusambandið Orkumál Tengdar fréttir Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. 29. janúar 2025 10:48