Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 19:07 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. Þegar minnisblaðið var sent út á mánudagskvöldið, af fjármálaskrifstofu Hvíta hússins (OBM), stóðu forsvarsmenn margskonar verkefna, samtaka og stofnana sem reiða sig á stuðning frá ríkinu frammi fyrir því að eiga ekki peninga. Minnisblað þetta byggði á forsetatilskipun Trumps sem segir til um allsherjar endurskoðun á styrkjum alríkisins. Minnisblaðið truflaði einnig starfsemi Medicaid-kerfisins, sem milljónir Bandaríkjamanna reiða á fyrir sjúkratryggingar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir einnig að starfsmenn Hvíta hússins hafi lent í miklum vandræðum með að útskýra skipunina og umfang hennar. Óreiðan leiddi til þess að ákveðið var að taka hana til baka. Kenna fjölmiðlum og dómara um Í tilkynningu frá Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem New York Times vitnar í, segir að forsetatilskipun Trumps, sem minnisblaðið byggði á, sé enn í gildi. Leavitt kennir fjölmiðlum og dómaranum sem frestaði gildistöku stöðvunarinnar um óreiðuna sem skipunin olli. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga skipunina til baka. Hún sendi síðan í kjölfarið út tíst þar sem hún ítrekaði að forsetastilskipunin væri enn í gildi. Það væri einungis minnisblað OMB sem hefði verið dregin til baka. This is NOT a rescission of the federal funding freeze. It is simply a rescission of the OMB memo.Why? To end any confusion created by the court's injunction.The President's EO's on federal funding remain in full force and effect, and will be rigorously implemented.— Karoline Leavitt (@PressSec) January 29, 2025 Enn ríkir talsverð óvissa vestanhafs um hvað þetta þýðir fyrir áðurnefnd verkefni, samtök og aðra styrkþega. Þingið á að stýra ríkissjóði Þá var einnig óljóst hvort skipun Trumps var yfir höfuð lögleg, þar sem um er að ræða peninga sem þingið hefur þegar samþykkt að eyða. Eins og áður hefur komið fram frestaði dómari gildistöku stöðvunarinnar í gær. Annar dómari setti svo einnig lögbann á tilskipun Trumps í kvöld. Saksóknarar nokkurra ríkja sem höfðuðu mál vegna hennar héldu því fram að tíst Leavitt sýndi að tilskipunin var enn virk og var það eftir að dómarinn sagðist vera að íhuga að fella tímabundinn fyrri úrskurð sinn í gildi. Hann vísaði svo til tísts talskonunnar og sagði að það að fella minnisblaðið úr gildi hefði lítil áhrif á tilskipunina sjálfa og beitti því lögbanni á hana. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna á þingið að stýra ríkissjóði. Þegar þingið samþykkir að eyða peningum er það Hvíta húsið sem á að deila þeim út til ríkja, stofnana og samtaka víðsvegar um Bandaríkin. Það hefur gerst í gegnum árin að forsetar hafa neitað að fylgja eftir fjárútlátum sem þingið hefur samþykkt en eftir miklar deilur milli þings og Richard Nixon á árum áður voru samin sérstök lög. Hann hafði þá reynt að koma í veg fyrir úthlutun margra milljarða dala í ýmis samfélagsverkefni. Samkvæmt þeim lögum á Hvíta húsið að útskýra fyrir þinginu af hverju það eru tafir á úthlutun peninga og þingið þarf að veita töfum til lengri tíma samþykki. AP segir útlit fyrir að áðurnefnd skipun Trumps hefði farið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, eins og deilurnar í forsetatíð Nixons gerðu. Þá voru allir dómarar sammála um að forsetinn hefð mætti ekki stöðva úthlutun peninga sem þingið hafði samþykkt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Þegar minnisblaðið var sent út á mánudagskvöldið, af fjármálaskrifstofu Hvíta hússins (OBM), stóðu forsvarsmenn margskonar verkefna, samtaka og stofnana sem reiða sig á stuðning frá ríkinu frammi fyrir því að eiga ekki peninga. Minnisblað þetta byggði á forsetatilskipun Trumps sem segir til um allsherjar endurskoðun á styrkjum alríkisins. Minnisblaðið truflaði einnig starfsemi Medicaid-kerfisins, sem milljónir Bandaríkjamanna reiða á fyrir sjúkratryggingar. Í frétt AP fréttaveitunnar segir einnig að starfsmenn Hvíta hússins hafi lent í miklum vandræðum með að útskýra skipunina og umfang hennar. Óreiðan leiddi til þess að ákveðið var að taka hana til baka. Kenna fjölmiðlum og dómara um Í tilkynningu frá Karoline Leavitt, talskonu Trumps, sem New York Times vitnar í, segir að forsetatilskipun Trumps, sem minnisblaðið byggði á, sé enn í gildi. Leavitt kennir fjölmiðlum og dómaranum sem frestaði gildistöku stöðvunarinnar um óreiðuna sem skipunin olli. Þess vegna hafi verið ákveðið að draga skipunina til baka. Hún sendi síðan í kjölfarið út tíst þar sem hún ítrekaði að forsetastilskipunin væri enn í gildi. Það væri einungis minnisblað OMB sem hefði verið dregin til baka. This is NOT a rescission of the federal funding freeze. It is simply a rescission of the OMB memo.Why? To end any confusion created by the court's injunction.The President's EO's on federal funding remain in full force and effect, and will be rigorously implemented.— Karoline Leavitt (@PressSec) January 29, 2025 Enn ríkir talsverð óvissa vestanhafs um hvað þetta þýðir fyrir áðurnefnd verkefni, samtök og aðra styrkþega. Þingið á að stýra ríkissjóði Þá var einnig óljóst hvort skipun Trumps var yfir höfuð lögleg, þar sem um er að ræða peninga sem þingið hefur þegar samþykkt að eyða. Eins og áður hefur komið fram frestaði dómari gildistöku stöðvunarinnar í gær. Annar dómari setti svo einnig lögbann á tilskipun Trumps í kvöld. Saksóknarar nokkurra ríkja sem höfðuðu mál vegna hennar héldu því fram að tíst Leavitt sýndi að tilskipunin var enn virk og var það eftir að dómarinn sagðist vera að íhuga að fella tímabundinn fyrri úrskurð sinn í gildi. Hann vísaði svo til tísts talskonunnar og sagði að það að fella minnisblaðið úr gildi hefði lítil áhrif á tilskipunina sjálfa og beitti því lögbanni á hana. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna á þingið að stýra ríkissjóði. Þegar þingið samþykkir að eyða peningum er það Hvíta húsið sem á að deila þeim út til ríkja, stofnana og samtaka víðsvegar um Bandaríkin. Það hefur gerst í gegnum árin að forsetar hafa neitað að fylgja eftir fjárútlátum sem þingið hefur samþykkt en eftir miklar deilur milli þings og Richard Nixon á árum áður voru samin sérstök lög. Hann hafði þá reynt að koma í veg fyrir úthlutun margra milljarða dala í ýmis samfélagsverkefni. Samkvæmt þeim lögum á Hvíta húsið að útskýra fyrir þinginu af hverju það eru tafir á úthlutun peninga og þingið þarf að veita töfum til lengri tíma samþykki. AP segir útlit fyrir að áðurnefnd skipun Trumps hefði farið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna, eins og deilurnar í forsetatíð Nixons gerðu. Þá voru allir dómarar sammála um að forsetinn hefð mætti ekki stöðva úthlutun peninga sem þingið hafði samþykkt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Stjórnvöld vestanhafs hafa boðið um það bil tveimur milljónum alríkisstarfsmanna átta mánaða biðlaun ef þeir segja upp störfum fyrir 6. febrúar næstkomandi. 29. janúar 2025 06:45
Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35
Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps. 28. janúar 2025 07:43