Markaðurinn væntir vaxtalækkana Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2025 11:33 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Markaðurinn væntir þess að hann lækki stýrivexti. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Seðlabankans meðal markaðsaðila gefa til kynna að verðbólguvæntingar þeirra til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember. Þeir vænti þess að stýrivextir verði orðnir 5,75 prósent eftir tvö ár. Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki. Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands segir að bankinn hafi kannað væntingar markaðsaðila dagana 20. til 22. janúar síðastliðinn. Leitað hafi verið til 39 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það er banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana, fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar og tryggingafélaga. Svör hafi fengist frá þrjátíu aðilum og svarhlutfallið hafi því verið 77 prósent. Óbreyttar verðbólguvæntingar til skamms tíma en ekki lengri Niðurstöður könnunarinnar gefi til kynna að verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms tíma hafi lítið breyst frá síðustu könnun í nóvember síðastliðnum. Þeir vænti þess að verðbólga hjaðni áfram og verði 3,6 prósent eftir eitt ár, 3,3 prósent eftir tvö ár og 3,4 prósent að meðaltali næstu fimm ár. Langtímaverðbólguvæntingar þeirra hafi hins vegar hækkað milli kannana og þeir búist nú við því að verðbólga verði 3,4 prósent að meðaltali næstu tíu ár samanborið við 3 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt niðurstöðum úr könnuninni búist markaðsaðilar við því að gengi krónunnar lækki á næstu misserum og að gengi evru gagnvart krónu verði 150 krónur eftir eitt ár. Færri telja taumhaldið of þétt Miðað við miðgildi svara í könnuninni geri markaðsaðilar ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans lækki áfram og verði 7,75 prósent í lok núverandi ársfjórðungs, 6,75 prósent eftir eitt ár og 5,75 prósent eftir tvö ár. Þetta séu sömu vextir og markaðsaðilar væntu í síðustu könnun. Hlutfall svarenda sem taldi taumhaldið vera of þétt hafi minnkað lítillega milli kannana og verið 80 prósent, samanborið við 87 prósent í síðustu könnun. Um 20 prósent hafi talið taumhaldið vera hæfilegt samanborið við 13 prósent í nóvember en enginn hafi svarað því að taumhaldið væri of laust. Dreifing svara um væntingar til verðbólgu hafi verið minni en í nóvemberkönnuninni á flesta mælikvarða. Dreifing svara markaðsaðila um væntingar til vaxta hafi hins vegar aukist á nær alla mælikvarða milli kannana. Velta á fasteignamarkaði fari minnkandi Markaðsaðilar hafi einnig verið spurðir um þróun fasteignamarkaðarins á næstu tólf mánuðum. Helmingur svarenda hafi talið að velta á fasteignamarkaði muni minnka á næstu tólf mánuðum. Svör markaðsaðila varðandi verðþróun hafi verið nokkuð dreifð en þriðjungur svarenda hafi tekið fram að hann telji að raunverð húsnæðis lækki á næstu tólf mánuðum og annar þriðjungur að það hækki.
Efnahagsmál Verðlag Seðlabankinn Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent