Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 11:30 Fólk virðir fyrir sér skemmdir á blokk í sunnanverðum Stokkhólmi þar sem sprengja sprakk 18. janúar. Um þrjátíu sprengingar hafa orðið í Svíþjóð bara í þessum mánuði, þar af sex á þriðjudag. Vísir/EPA Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35