Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 11:30 Fólk virðir fyrir sér skemmdir á blokk í sunnanverðum Stokkhólmi þar sem sprengja sprakk 18. janúar. Um þrjátíu sprengingar hafa orðið í Svíþjóð bara í þessum mánuði, þar af sex á þriðjudag. Vísir/EPA Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki. Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Forsvarsmenn sænsku lögreglunnar héldu blaðamannafund til þess að ræða tíðar sprengingar og aðgerðir til að stemma stigu við þeim í morgun. Sex sprengingar urðu á þriðjudag, meðal annars í Stokkhólmi og Helsingjaborg og segir Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, það fordæmalaust. Tobias Bergkvist, aðstoðarlögreglustjóri í Stokkhólmi, sagði ástandið alvarlegt á landsvísu, ekki aðeins í höfuðborginni. „Tengslin við glæpasamtök eru mjög skýr. Allir þessir glæpir eru framdir í því samhengi,“ sagði Bergkvist, að því er sænska ríkisútvarpið hefur eftir honum. Ofbeldisaldan hefur stigmagnast, að sögn Hampus Nygårds, næstráðanda aðgerðadeildar landslögreglunnar. Hann sagði flestar sprengingarnar í gróðaskyni. Þau beinist að fyrirtækjum sem glæpamenn fjárkúga. „Þeir krefjast fjár til þess að hætta ofbeldinu og hótununum,“ sagði Nygårds. Brotamennirnir eru oft ungir að árum, allt niður í fimmtán ára gamlir. Glæpasamtökin leita í vaxandi mæli til samfélagsmiðla til þess að ráða ungt fólk til ofbeldisverka. Framboðið á þeim virðist óþrjótandi, að sögn Nygårds. Um fimmtíu manns hafa verið handteknir í 25 málum til þess. Bergkvist sagði að í þeim hópi væru sprengjuvargar, sprengjusmiðir og einstaklingar sem hefðu verið handteknir erlendis. Lögreglan kæmi í veg fyrir frekari sprengingar og skotárásir í hverri viku en það dugi ekki til. „Lögreglan safnar nú liði, sérstaklega í Stokkhólmi en líka á landsvísu. Við grípum til aðgerða, til dæmis með liðsauka frá öðrum lögregluudæmum,“ sagði aðstoðarlögreglustjórinn.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. 18. október 2024 09:35