26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 12:32 Pétur Karl Guðmundsson var fyrstu NBA leikmaðurinn til að spila í íslensku deildinni eftir að hafa verið í NBA en Kurk Lee var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að afreka slíkt. Samsett Nú þegar NBA leikmenn streyma að því virðist til landsins til að spila í Bónus deild karla í körfubolta hafa menn verið að velta því fyrir sér hver sé sá fyrsti. Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli. Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Fyrsti leikmaðurinn til að spila á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA var auðvitað hinn eini og sanni Pétur Karl Guðmundsson. Pétur náði því meira að segja tvisvar sinnum. Pétur lék fyrst í NBA með Portland Trail Blazers tímabilið 1982-82 og var þá með 3,2 stig og 2,7 fráköst að meðaltali á 12,4 mínútum í leik. Hann lék næstu tvö tímabil á eftir með ÍR-ingum, 1982-83 var hann með 28,0 stig í leik og 1983-84 var hann með 26,6 stig í leik. Petur komst aftur í NBA-deildina og spilaði þá fyrir Los Angels Lakers á 1985-86 tímabilinu. Pétur var þá með 7,3 stig og 4,8 fráköst á 16,0 mínútum í leik sem varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétri var síðan skipt til San Antonio Spurs þar sem hann var í tvö tímabil. Eftir tíma sinn hjá Spurs þá kom Pétur aftur heim til Íslands. Hann spilaði með Tindastól í tvö tímabil og svo með Breiðabliki í eitt. 1990-91 var með hann með 19,5 stig og 12,7 fráköst að meðaltali með Stólunum og árið eftir var hann með 20,0 stig og 13,7 fráköst í leik. Hann skoraði síðan 20,3 stig og tók 14,5 fráköst í leik með Blikum tímabilið 1992-93. En hver var fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að spila í NBA og koma síðan í íslensku deildinni. Það var vitað að Stew Johnson spilaði níu tímabil í ABA-deildinni áður en hann kom til KR þar sem hann lék í tvö tímabil og var með 32,8 stig fyrra árið en 38,2 stig í leik seinna árið. Skagamenn voru hins vegar fyrstir til að tefla fram bandarískum NBA leikmanni en það gerðu þeir í átta leikjum á 1998-99 tímabilinu. Sá sem um ræðir heitir Marvin Kurk Lee í skrám hér heima en gekk oftast bara undir nafninu Kurk Lee. Þar á meðal þegar hann lék 48 leiki með New Jersey Nets á 1990-91 tímabilinu. Meðal liðsfélaga hans þá voru menn eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Átta árum síðar var hann kominn til Íslands eftir að hafa spilað árin á undan í Finnlandi. Lee var reyndar bara með 1,4 stig í leik með Nets en í Skagabúningnum bauð hann upp á 32,4 stig, 12,1 frákast og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í þeim átta leikjum sem hann spilaði með ÍA frá janúar til mars 1999. Marvin Kurk Lee skoraði 35 stig eða meira í fimm leikjum þar af mest 39 stig á móti bæði Þór Akureyri og KFÍ. Hann náði einni þrennu þegar hann bauð upp á 31 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar í sigri á Snæfelli.
Bónus-deild karla ÍA Tindastóll ÍR Breiðablik Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira