Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. janúar 2025 13:33 Hera kom, sá og sigraði Söngvakeppnina í fyrra en enn á eftir að krýna sigurvegara þessa árs og fulltrúa Íslands í Eurovision. Vísir/Hulda Margrét Ísland mun stíga á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í ár, þriðjudagskvöldið 13. maí. Dregið var um það í dag í hvaða undanúrslit keppendur landanna munu keppa í og auk þess var dregið um fyrri og seinni helming kvöldsins. Ljóst er eftir dráttinn að fulltrúi Íslands mun stíga á svið fyrri hluta kvöldsins. Svíþjóð og Noregur voru bæði á meðal þeirra Norðurlanda sem dregin voru til þess að keppa saman kvöld og Ísland. Þá var einnig dregið um það í hvorum undanúrslitinum fimm stóru löndin sem leggja keppninni mesta fjármuni fá að greiða sín atkvæði í. Sviss, sem sigurvegari í fyrra og Ítalía og Spánn fá að kjósa í riðli Íslands. Dregið verður síðar um nákvæma röð keppenda í undanúrslitunum. Eins og alþjóð veit á Ísland enn eftir að velja sér fulltrúa. Það verður gert í Söngvakeppninni sem fram fer þrjár helgar í röð í febrúar, fyrri undanúrslit þann 8. febrúar og þau síðari þann 15. febrúar. Úrslitin verða svo þann 22. febrúar og í þetta skiptið er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt og stigafjöldi símaatkvæða og dómnefnda ræður úrslitum. Dregið var um röðina á sérstökum viðburði í dag þar sem skipuleggjendur keppninnar í Malmö í fyrra afhentu skipuleggjendum í Basel skipulagningu keppninnar formlega. Fyrra undanúrslitakvöldið 13. maí. Seinna undanúrslitakvöldið 15. maí. Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Þýskaland komast sjálfkrafa í úrslit auk sigurvegara ársins í fyrra. Íbúar þar fá samt að kjósa á sitthvoru kvöldinu og var dregið um það hvaða kvöld það er. Tveir sigurvegarar gætu keppt sama kvöld og Ísland Svo gæti farið að tveir fyrrverandi Eurovision sigurvegarar muni stíga á svið á sama kvöldi og Ísland keppir. Það yrði annars vegar Mans Zelmerlow fyrir hönd Svíþjóðar fari svo að hann beri sigur úr býtum í sænsku undankeppninni Melodi Festivalen en hann kom, sá og sigraði Eurovision árið 2015 með Heroes. Hann snýr nú aftur í undankeppni með lagið Revolution en enn á eftir að svipta hulunni af laginu. Það yrði svo hinsvegar Bobbysocks fyrir hönd Noregs en tvíeykið tók síðast þátt í keppninni fyrir fjörutíu árum síðan. Þá sigruðu þær keppnina með La Det Swinge. Þær munu líklega berjast á banaspjótum í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix við glamrokkarana í Wig Wam sem einnig eiga endurkomu í keppnina. Þeir voru fulltrúar Noregs árið 2005 með lagið In My Dreams og slógu gjörsamlega í gegn á Íslandi og stigu meðal annars á svið í Smáralind í Kópavogi sama ár. Úrslit norsku undankeppninnar fara fram 15. febrúar en Svíar velja sér sinn fulltrúa þann 8. mars næstkomandi. Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ljóst er eftir dráttinn að fulltrúi Íslands mun stíga á svið fyrri hluta kvöldsins. Svíþjóð og Noregur voru bæði á meðal þeirra Norðurlanda sem dregin voru til þess að keppa saman kvöld og Ísland. Þá var einnig dregið um það í hvorum undanúrslitinum fimm stóru löndin sem leggja keppninni mesta fjármuni fá að greiða sín atkvæði í. Sviss, sem sigurvegari í fyrra og Ítalía og Spánn fá að kjósa í riðli Íslands. Dregið verður síðar um nákvæma röð keppenda í undanúrslitunum. Eins og alþjóð veit á Ísland enn eftir að velja sér fulltrúa. Það verður gert í Söngvakeppninni sem fram fer þrjár helgar í röð í febrúar, fyrri undanúrslit þann 8. febrúar og þau síðari þann 15. febrúar. Úrslitin verða svo þann 22. febrúar og í þetta skiptið er úrslitaeinvígið svokallaða á bak og burt og stigafjöldi símaatkvæða og dómnefnda ræður úrslitum. Dregið var um röðina á sérstökum viðburði í dag þar sem skipuleggjendur keppninnar í Malmö í fyrra afhentu skipuleggjendum í Basel skipulagningu keppninnar formlega. Fyrra undanúrslitakvöldið 13. maí. Seinna undanúrslitakvöldið 15. maí. Bretland, Ítalía, Frakkland, Spánn og Þýskaland komast sjálfkrafa í úrslit auk sigurvegara ársins í fyrra. Íbúar þar fá samt að kjósa á sitthvoru kvöldinu og var dregið um það hvaða kvöld það er. Tveir sigurvegarar gætu keppt sama kvöld og Ísland Svo gæti farið að tveir fyrrverandi Eurovision sigurvegarar muni stíga á svið á sama kvöldi og Ísland keppir. Það yrði annars vegar Mans Zelmerlow fyrir hönd Svíþjóðar fari svo að hann beri sigur úr býtum í sænsku undankeppninni Melodi Festivalen en hann kom, sá og sigraði Eurovision árið 2015 með Heroes. Hann snýr nú aftur í undankeppni með lagið Revolution en enn á eftir að svipta hulunni af laginu. Það yrði svo hinsvegar Bobbysocks fyrir hönd Noregs en tvíeykið tók síðast þátt í keppninni fyrir fjörutíu árum síðan. Þá sigruðu þær keppnina með La Det Swinge. Þær munu líklega berjast á banaspjótum í norsku undankeppninni Melodi Grand Prix við glamrokkarana í Wig Wam sem einnig eiga endurkomu í keppnina. Þeir voru fulltrúar Noregs árið 2005 með lagið In My Dreams og slógu gjörsamlega í gegn á Íslandi og stigu meðal annars á svið í Smáralind í Kópavogi sama ár. Úrslit norsku undankeppninnar fara fram 15. febrúar en Svíar velja sér sinn fulltrúa þann 8. mars næstkomandi.
Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“