Kærleikurinn stuðar Árni Þór Þórsson skrifar 28. janúar 2025 10:31 Kristin kirkja hefur ávallt það að markmiði sínu að boða kærleikann sem birtist í hinum krossfesta og upprisna Drottni Jesú Kristi. Tvöfalda kærleiksboðorðið, sem er hverju boðorði æðra, er yfirleitt nefnt í þessu samhengi; að elska Guð af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum, og elska náungann eins og sjálfan þig. Boðorðið er skýrt og einfalt og dregur upp fallega mynd af kærleikanum sem frelsarinn boðar. Kærleikurinn sem Jesús ætlast til að við sýnum okkur sjálfum og öðrum virðist við fyrstu sýn einfaldur í orði sem og í verki. Fljótlega kemur þó í ljós að kærleikur Krists er á stundum, allt annað en þægilegur. Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi. Í stórmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey, sem byggð er á stórmerkilegri skáldsögu höfundarins J.R.R. Tolkien The hobbit, biður galdramaðurinn Gandalf hobbitann BilboBaggins að ferðast með sér ásamt þrettán dvergum til fjallsins eina til að endurheimta heimkynni og auð dverganna frá drekanum Smaug. Á ferðalagi sínu stöðvar hópurinn í álfaborginni Rivendell þar sem Gandalf hitti yfirmann sinn, Saruman, og álfadrottninguna Galadriel. Eftir umtalsverðar vangaveltur um ævintýri föruneytisins spyr drottningin: „Af hverju valdir þú hobbitann?“ Gandalf svarar: „Ekki veit ég það. Saruman telur að það sé aðeins mikill máttur sem getur haldið hinu illa í skefjum, en það er ekki það sem ég hef komist að. Það eru hin litlu hversdagsverk venjulegs fólks sem heldur myrkrinu í skefjum. Lítil góðverk og kærleikur. Af hverju Bilbo Baggins? Kannski vegna þess að ég er hræddur og hann gefur mér hugrekki.“ Svar galdramannsins rímar við það sem Kristur boðar; að kærleikurinn sigrar alltaf. Hann stuðar syndina og gerir illskuna óþægilega. Viðbrögð Donald Trump Bandaríkjaforseta við prédikun biskupsins Mariann Edgar Budde eru gott dæmi um þetta. Biskupinn talaði beint til innsta kjarna forsetans, sem með sinni pólitísku herferð hafði stuðlað að óeiningu meðal þjóðarinnar og fyrirlitningu í garð minnihlutahópa. Andstætt stefnu Bandaríkjaforseta boðaði Budde einingu því að án einingar yrði þjóðin á slæmum stað. Hún talaði fyrir umburðarlyndi, virðingu og kærleika í garð alls fólks óháð því hvaðan það kæmi eða fyrir hvað það stæði. Budde nefndi fyrirlitninguna og hve hættuleg hún getur verið, sérstaklega ef hún býr í hjarta þess er stjórnar landinu. Að lokum lagði hún fram beiðni til forsetans um að sýna miskunn gagnvart þeim hópum sem nú eru hræddir um líf sitt og lífsafkomu, þ.e. gagnvart hinsegin fólki og innflytjendum. Trump var stuðaður og brást ekki vel við ræðu biskupsins. Hann gerði það sem hann gerir best og fór í vörn, gagnrýndi Budde og guðsþjónustuna harkalega, bæði í viðtali og á samfélagsmiðlum. Hann sakaði Budde um að vera of pólitísk og krafðist afsökunarbeiðni frá biskupnum fyrir að voga sér að biðja Bandaríkjaforseta um miskunn. Það er enginn máttur í þessum heimi jafn kraftmikill og kærleikurinn og notaði Budde hann til að snerta og stuða hjarta eins valdamesta manns heims. Biskupinn sýndi mikið hugrekki og gott fordæmi fyrir kirkjunnar þjóna sem eiga að láta í sér heyra og standa með þeim sem undirokaðir eru, eins og Kristur gerði. Páll postuli sagði að þó að hann talaði tungum manna og engla, hefði spádómsgáfur og vissi alla leyndardóma, þó hann hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, að þá væri hann samt sem áður ekki neitt án kærleikans. Vert er að ljúka þessum pistli með orðum postulans en Páll ritar í Fyrra Korintubréfi: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Kristin kirkja hefur ávallt það að markmiði sínu að boða kærleikann sem birtist í hinum krossfesta og upprisna Drottni Jesú Kristi. Tvöfalda kærleiksboðorðið, sem er hverju boðorði æðra, er yfirleitt nefnt í þessu samhengi; að elska Guð af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum, og elska náungann eins og sjálfan þig. Boðorðið er skýrt og einfalt og dregur upp fallega mynd af kærleikanum sem frelsarinn boðar. Kærleikurinn sem Jesús ætlast til að við sýnum okkur sjálfum og öðrum virðist við fyrstu sýn einfaldur í orði sem og í verki. Fljótlega kemur þó í ljós að kærleikur Krists er á stundum, allt annað en þægilegur. Þegar Jesús talar til okkar að þá snertir hann gjarnan innsta kjarnann sem í okkur býr. Hann stuðar okkur oft með orðum sínum og hann ætlast til mikils af okkur. Jesús biður okkur um að elska óvini okkar, þá sem ofsækja okkur og vilja okkur illt. Við eigum að biðja fyrir öllum, réttlátum sem og ranglátum. Við eigum að vera miskunnsöm eins og Guð er miskunnsamur. Við erum kölluð til að vera hjartahreinir friðflytjendur og þannig sýna heiminum, að það eina sem stuðar syndina og illskuna er kærleikur Guðs í Jesú Kristi. Í stórmyndinni The Hobbit: An Unexpected Journey, sem byggð er á stórmerkilegri skáldsögu höfundarins J.R.R. Tolkien The hobbit, biður galdramaðurinn Gandalf hobbitann BilboBaggins að ferðast með sér ásamt þrettán dvergum til fjallsins eina til að endurheimta heimkynni og auð dverganna frá drekanum Smaug. Á ferðalagi sínu stöðvar hópurinn í álfaborginni Rivendell þar sem Gandalf hitti yfirmann sinn, Saruman, og álfadrottninguna Galadriel. Eftir umtalsverðar vangaveltur um ævintýri föruneytisins spyr drottningin: „Af hverju valdir þú hobbitann?“ Gandalf svarar: „Ekki veit ég það. Saruman telur að það sé aðeins mikill máttur sem getur haldið hinu illa í skefjum, en það er ekki það sem ég hef komist að. Það eru hin litlu hversdagsverk venjulegs fólks sem heldur myrkrinu í skefjum. Lítil góðverk og kærleikur. Af hverju Bilbo Baggins? Kannski vegna þess að ég er hræddur og hann gefur mér hugrekki.“ Svar galdramannsins rímar við það sem Kristur boðar; að kærleikurinn sigrar alltaf. Hann stuðar syndina og gerir illskuna óþægilega. Viðbrögð Donald Trump Bandaríkjaforseta við prédikun biskupsins Mariann Edgar Budde eru gott dæmi um þetta. Biskupinn talaði beint til innsta kjarna forsetans, sem með sinni pólitísku herferð hafði stuðlað að óeiningu meðal þjóðarinnar og fyrirlitningu í garð minnihlutahópa. Andstætt stefnu Bandaríkjaforseta boðaði Budde einingu því að án einingar yrði þjóðin á slæmum stað. Hún talaði fyrir umburðarlyndi, virðingu og kærleika í garð alls fólks óháð því hvaðan það kæmi eða fyrir hvað það stæði. Budde nefndi fyrirlitninguna og hve hættuleg hún getur verið, sérstaklega ef hún býr í hjarta þess er stjórnar landinu. Að lokum lagði hún fram beiðni til forsetans um að sýna miskunn gagnvart þeim hópum sem nú eru hræddir um líf sitt og lífsafkomu, þ.e. gagnvart hinsegin fólki og innflytjendum. Trump var stuðaður og brást ekki vel við ræðu biskupsins. Hann gerði það sem hann gerir best og fór í vörn, gagnrýndi Budde og guðsþjónustuna harkalega, bæði í viðtali og á samfélagsmiðlum. Hann sakaði Budde um að vera of pólitísk og krafðist afsökunarbeiðni frá biskupnum fyrir að voga sér að biðja Bandaríkjaforseta um miskunn. Það er enginn máttur í þessum heimi jafn kraftmikill og kærleikurinn og notaði Budde hann til að snerta og stuða hjarta eins valdamesta manns heims. Biskupinn sýndi mikið hugrekki og gott fordæmi fyrir kirkjunnar þjóna sem eiga að láta í sér heyra og standa með þeim sem undirokaðir eru, eins og Kristur gerði. Páll postuli sagði að þó að hann talaði tungum manna og engla, hefði spádómsgáfur og vissi alla leyndardóma, þó hann hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað, að þá væri hann samt sem áður ekki neitt án kærleikans. Vert er að ljúka þessum pistli með orðum postulans en Páll ritar í Fyrra Korintubréfi: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Höfundur er prestur innflytjenda í Þjóðkirkjunni.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun