Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2025 18:04 Hermenn frá Austur-Kongó fóru yfir landamærin til Rúanda í dag og gáfust upp. Herinn hefur átt í miklum átökum við uppreisnarmenn M23, sem njóta stuðnings yfirvalda í Rúanda. EPA/MOISE NIYONZIMA Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu. Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin. Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Uppreisnarmennirnir eru sagðir hafa tekið borgina, þar sem um tvær milljónir búa, eftir tiltölulega hörð átök undanfarið. Hundruð þúsunda eru talin hafa leitað skjóls í Goma undanfarnar vikur vegna átaka á svæðinu. Enn berast þó fregnir af átökum á tilteknum svæðum í Goma, samkvæmt frétt France24. Reuters hefur eftir íbúum í Goma að fólk sé hrætt og flestir haldi sig heima. Erfitt sé að segja til um hvernig uppreisnarmennirnir muni haga sér og staðan sé mjög óljós. Ráðamenn í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó, sagt „stríðsástand“ ríkja og hafa sakað Rúanda um ráðast á ríkið og það samsvari stríðsyfirlýsingu. Austur-Kongó sleit formlegum samskiptum við Rúanda um helgina. Blaðamenn ytra hafa eftir leiðtoga friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna á svæðinu að M23 njóti beins stuðnings hers Rúanda. Hermenn séu í Goma. Asked if UN peacekeepers have seen Rwandan troops on the ground in Goma, U.N. peacekeeping chief Jean-Pierre Lacroix said: "There's no question that there are Rwandan troops in Goma supporting the M23. Of course, it's difficult to tell exactly what the numbers are."— Martin Plaut (@martinplaut) January 27, 2025 Eldur kviknaði í fangelsi í Goma í morgun og hefur AP fréttaveitan eftir fanga að á þriðja þúsund sem afplánuðu þar hafi flúið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um ástandið í gær og samþykkti ályktun þar sem kallað er eftir því að M23 hörfi frá Goma og eru árásir uppreisnarmannanna fordæmdar sem brot á fullveldi Austur-Kongó. Langvarandi deilur og átök Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Nafnið M23 vísar til samkomulags frá 23. mars 2009, sem batt enda á fyrri uppreisn Tútsa í austurhluta Kongó gegn yfirvöldum landsins. Leiðtogar hópsins hafa sakað ríkisstjórnina um að fylgja ekki samkomulaginu og þá sérstaklega þeim liðum þess um að innleiða Tútsa í herinn og hið opinbera kerfi. Fjöldi fólks hefur flúið frá Austur-Kongó til Rúanda vegna átakanna í Norður-Kivu.EPA/MOISE NIYONZIMA Á árunum 2012 og 2013 lögðu þeir stór svæði í austurhluta Austur-Kongó undir sig og þar á meðal Goma. Þeir voru þó reknir á brot eftir að samkomulag náðist og fór her Kongó og sveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna til borgarinnar aftur, en friðargæsluliðar hafa verið á svæðinu frá 2010. Uppreisnarmennirnir flúðu til Rúanda og Úganda. Þeir stungu svo aftur upp kollinum árið 2021, að virðist með aukinn stuðning frá Rúanda og hafa síðan þá aukið árásir sínar á herinn mjög. Þá sögðu leiðtogar hópanna að þær árásir hafi verið gerðar vegna árása hóps sem kallast FDLR og sökuðu her Kongó um að starfa með hópnum. FDLR er hópur sem myndaður var af Hútum sem flúðu frá Rúanda eftir þjóðarmorðið 1994. Umræddir Hútar höfðu tekið þátt í ódæðunum þegar rúmlega átta hundrað þúsund Tútsar og frjálslyndir Hútar voru myrtir. Rúanda og Úganda hafa lengi átt í deilum og átökum við Austur-Kongó. Ríkin gerðu innrás í Kongó á árunum 1996 og 1998 sem sagðar voru til að verjast árásum frá vopnuðum hópum í Kongó. Í maí 2023 sendu Suður-Afríka, Malaví, Tansanía og önnur ríki hermenn til að hjálpa her Austur-Kongó. Í júlí í fyrra var svo samið um vopnahlé en það hélt ekki. Undanfarna viku hafa að minnsta kosti þrettán friðargæsluliðar fallið í átökum. Hermenn Rúanda skoða vopn sem hermenn frá Austur-Kongó afhentu þegar þeir fóru yfir landamærin og gáfust upp.EPA/MOISE NIYONZIMA Funda á næstu dögum William Ruto, forseti Kenía hefur boðað til skyndifundar þjóðarleiðtoga Austur-Afríku og stendur til að halda hann á næstu dögum. Þangað munu væntanlega mæta bæði Félix Tshisekedi og Paul Kagame, forsetar Austur-Kongó og Rúanda. Vonir eru bundnar við að þar verði hægt að draga úr spennu og stöðva átökin.
Austur-Kongó Rúanda Hernaður Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira