Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. janúar 2025 20:05 Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun