Handbolti

Portúgal með stór­sigur og mætir Þýska­landi í átta liða úr­slitum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Portúgalir skoruðu sextán mörk á síðustu fimmtán mínútunum. 
Portúgalir skoruðu sextán mörk á síðustu fimmtán mínútunum.  EPA-EFE/Beate Oma Dahle

Portúgal vann 46-28 stórsigur gegn Síle og tryggði sér efsta sætið í þriðja milliriðlinum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Síle endar stigalaust í neðsta sætinu. Portúgal mun mæta Þýskalandi, lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, í átta liða úrslitum.

Portúgalir byrjuðu af krafti í dag, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og tóku þar með forystu sem þeir létu aldrei af hendi.

Síle-menn héldu nokkuð lengi í, aðeins fimm mörkum munaði eftir rúmar fjörutíu mínútur, en síðasta stundarfjórðunginn skoruðu Portúgalir sextán mörk gegn aðeins þremur hjá Síle.

Brasilía er nú þegar búið að tryggja sig áfram í átta liða úrslit með Portúgal en spilar við Spán á eftir.

Noregur og Svíþjóð mætast svo í síðasta leik milliriðilsins í kvöld og eru bæði á heimleið eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×