Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 14:33 Króatar náðu að hemja strákana okkar og gott betur en það en í öðrum leikjum á HM hefur íslenska liðið spilað frábærlega. VÍSIR/VILHELM Ef Ísland vinnur Argentínu í dag eins og fastlega má gera ráð fyrir, á HM karla í handbolta, er öruggt að liðið endar í versta falli í 9. sæti mótsins. Það yrði besti árangur liðsins á HM síðan á bestu árum í sögu þess, eða árið 2011. Ísland vann silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010, og endaði svo í 6. sæti á HM í Svíþjóð 2011. Síðan þá hefur liðið spilað á sex heimsmeistaramótum í röð án þess að enda í hópi tíu efstu liða, en liðið varð í 20. sæti fyrir fjórum árum og í 12. sæti á HM fyrir tveimur árum. Með sigri gegn Argentínu endar Ísland með átta stig í milliriðli fjögur, og í versta falli í 3. sæti riðilsins. Ef Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi, eða Slóvenía í stig gegn Króatíu, heldur fjörið áfram og Ísland kemst í 8-liða úrslit og spilar í Zagreb á þriðjudaginn, við Frakkland eða Ungverjaland. En ef Ísland missir af 8-liða úrslitunum er ljóst að átta stig duga til að vera með besta árangurinn af liðunum sem enda í 3. sæti í milliriðlunum fjórum, svo Ísland myndi þá enda í 9. sæti mótsins. Átta stig duga í hinum milliriðlunum Átta stig duga til að komast áfram úr hinum þremur milliriðlunum, en ekki hjá Íslandi ef Egyptar, Króatar og Íslendingar vinna í dag eins og líklegast er. Noregur, Svíþjóð, Spánn og Slóvenía eru á meðal sterkra þjóða sem enda fyrir neðan Ísland í ár, að því gefnu að liðið vinni Argentínu í dag. Ísland hefur aldrei unnið til verðlauna í aðalkeppni HM en besti árangur liðsins á mótinu náðist í Japan árið 1997, þegar Ísland endað í 5. sæti. Alls hefur Ísland tíu sinnum endað í hópi tíu efstu liða á HM og því um ellefta skiptið að ræða nú, en mótið í ár er númer 29 í röðinni. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira
Ísland vann silfur á ÓL 2008 og brons á EM 2010, og endaði svo í 6. sæti á HM í Svíþjóð 2011. Síðan þá hefur liðið spilað á sex heimsmeistaramótum í röð án þess að enda í hópi tíu efstu liða, en liðið varð í 20. sæti fyrir fjórum árum og í 12. sæti á HM fyrir tveimur árum. Með sigri gegn Argentínu endar Ísland með átta stig í milliriðli fjögur, og í versta falli í 3. sæti riðilsins. Ef Grænhöfðaeyjar ná í stig gegn Egyptalandi, eða Slóvenía í stig gegn Króatíu, heldur fjörið áfram og Ísland kemst í 8-liða úrslit og spilar í Zagreb á þriðjudaginn, við Frakkland eða Ungverjaland. En ef Ísland missir af 8-liða úrslitunum er ljóst að átta stig duga til að vera með besta árangurinn af liðunum sem enda í 3. sæti í milliriðlunum fjórum, svo Ísland myndi þá enda í 9. sæti mótsins. Átta stig duga í hinum milliriðlunum Átta stig duga til að komast áfram úr hinum þremur milliriðlunum, en ekki hjá Íslandi ef Egyptar, Króatar og Íslendingar vinna í dag eins og líklegast er. Noregur, Svíþjóð, Spánn og Slóvenía eru á meðal sterkra þjóða sem enda fyrir neðan Ísland í ár, að því gefnu að liðið vinni Argentínu í dag. Ísland hefur aldrei unnið til verðlauna í aðalkeppni HM en besti árangur liðsins á mótinu náðist í Japan árið 1997, þegar Ísland endað í 5. sæti. Alls hefur Ísland tíu sinnum endað í hópi tíu efstu liða á HM og því um ellefta skiptið að ræða nú, en mótið í ár er númer 29 í röðinni.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira
Í beinni: Ísland - Argentína | Með sigri lifir vonin Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Argentínu í Zagreb, í lokaleik sínum í milliriðli IV á heimsmeistaramótinu. Ísland þarf sigur í leiknum og hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu síðar í dag, til að komast í 8-liða úrslit. 26. janúar 2025 12:01