Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 11:30 Nicolás Bono er einn af burðarásum í sóknarleik Argentínu. Getty/Luka Stanzl Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu. Þrír síðustu leikirnir í milliriðli Íslands eru spilaðir í Zagreb í dag, allir á sama stað, og eiga Ísland og Argentína fyrsta leik klukkan 14:30. Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mætast klukkan 17 og loks Króatía og Slóvenía klukkan 19:30. Líklega ræðst það því ekki fyrr en klukkan nálgast níu í kvöld hvort að Ísland kemst í 8-liða úrslit mótsins, en líklegast er að Króatía og Egyptaland vinni sína leiki og taki tvö efstu sætin. Argentínumenn hafa unnið tvo leiki á mótinu til þessa, gegn Barein og Grænhöfðaeyjum, en steinlegið gegn sterkari mótherjum. Þeir töpuðu 34-23 gegn Slóveníu, 33-18 gegn KRóatíu og 39-25 gegn Egyptalandi. Þegar Argentínu hefur tekist að stríða Evrópuþjóðum á HM, eða hreinlega vinna þær eins og í stórsigrinum á Norður-Makedónínu fyrir tveimur árum, hafa Simonet-bræður verið áberandi. Þeir Diego, sem orðinn er 35 ára, og yngri bróðir hans Pablo eru hins vegar ekki með á mótinu í ár og það er mikið áfall fyrir argentínska liðið. Liðsfélagi Orra og hornamaður Benidorm Af lykilmönnum í liði Argentínu núna mætti því kannski helst nefna miðjumanninn Pedro Martínez Cami, sem er liðsfélagi Orra Freys Þorkelssonar hjá Sporting Lissabon. Þeir Nicolás Bono, sem leikur með næstneðsta liði Frakklands, Istres, hafa skorað 13 mörk hvor í fimm leikjum á mótinu til þessa en hægri hornamaðurinn Ramiro Martínez, sem spilar með Benidorm á Spáni, er langmarkahæstur Argentínu með 22 mörk. Markvörðurinn Leonel Maciel er einnig titlaður sem einn af lykilmönnum Argentínu en hann stendur Viktori Gísla Hallgrímssyni hins vegar langt að baki og er aðeins með 25% markvörslu á mótinu til þessa. Eins og fyrr segir verður Ísland að vinna Argentínu í dag til að eiga enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Engu máli skiptir hve stóran sigur Ísland vinnur. Liðið þarf bara að vinna og treysta á að Egyptum og Króötum takist ekki báðum að vinna sinn leik síðar í dag. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Þrír síðustu leikirnir í milliriðli Íslands eru spilaðir í Zagreb í dag, allir á sama stað, og eiga Ísland og Argentína fyrsta leik klukkan 14:30. Grænhöfðaeyjar og Egyptaland mætast klukkan 17 og loks Króatía og Slóvenía klukkan 19:30. Líklega ræðst það því ekki fyrr en klukkan nálgast níu í kvöld hvort að Ísland kemst í 8-liða úrslit mótsins, en líklegast er að Króatía og Egyptaland vinni sína leiki og taki tvö efstu sætin. Argentínumenn hafa unnið tvo leiki á mótinu til þessa, gegn Barein og Grænhöfðaeyjum, en steinlegið gegn sterkari mótherjum. Þeir töpuðu 34-23 gegn Slóveníu, 33-18 gegn KRóatíu og 39-25 gegn Egyptalandi. Þegar Argentínu hefur tekist að stríða Evrópuþjóðum á HM, eða hreinlega vinna þær eins og í stórsigrinum á Norður-Makedónínu fyrir tveimur árum, hafa Simonet-bræður verið áberandi. Þeir Diego, sem orðinn er 35 ára, og yngri bróðir hans Pablo eru hins vegar ekki með á mótinu í ár og það er mikið áfall fyrir argentínska liðið. Liðsfélagi Orra og hornamaður Benidorm Af lykilmönnum í liði Argentínu núna mætti því kannski helst nefna miðjumanninn Pedro Martínez Cami, sem er liðsfélagi Orra Freys Þorkelssonar hjá Sporting Lissabon. Þeir Nicolás Bono, sem leikur með næstneðsta liði Frakklands, Istres, hafa skorað 13 mörk hvor í fimm leikjum á mótinu til þessa en hægri hornamaðurinn Ramiro Martínez, sem spilar með Benidorm á Spáni, er langmarkahæstur Argentínu með 22 mörk. Markvörðurinn Leonel Maciel er einnig titlaður sem einn af lykilmönnum Argentínu en hann stendur Viktori Gísla Hallgrímssyni hins vegar langt að baki og er aðeins með 25% markvörslu á mótinu til þessa. Eins og fyrr segir verður Ísland að vinna Argentínu í dag til að eiga enn möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Engu máli skiptir hve stóran sigur Ísland vinnur. Liðið þarf bara að vinna og treysta á að Egyptum og Króötum takist ekki báðum að vinna sinn leik síðar í dag.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn