Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 09:32 Nikolaj Jacobsen var nóg boðið og hann ýtti hinum óboðna gesti í burtu af vellinum. Skjáskot/RÚV Nikolaj Jacobsen, þjálfari heimsmeistara Danmerkur, reiddist og ýtti í burtu aðgerðasinna sem hljóp inn á völlinn í Boxen í gær, þegar Danir og Tékkar áttust við á HM í handbolta. Maðurinn dreifði konfettí um gólfið og sameinuðust leikmenn og starfsmenn um að hreinsa til eftir hann. Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira
Þessi stórfurðulega uppákoma varð í upphafi seinni hálfleiks, þegar Danir voru 13-10 yfir í leik sem þeir unnu líkt og aðra leiki á HM, 28-22. Þeir voru þegar komnir áfram í 8-liða úrslit og mæta þar líklega Brasilíu. Þegar boðflennan hljóp inn á völlinn virtist það taka dágóða stund fyrir gæslumenn á vellinum að bregðast við. Jacobsen leiddist þófið og ákvað að taka málin í eigin hendur og hóf að ýta manninum í burtu, við mikinn fögnuð áhorfenda eins og sjá má. Ótrúleg uppákopma👀Nikolaj Jacobsen þjálfari Dana hafði engan húmor fyrir mótmælanda sem gekk inn á völlinn þar sem hann fékk nægan tíma til að athafna sig og dreifa confetti úr poka. Fimm mínútna töf varð á leik Tékka og Dana meðan draslið var hreinsað af vellinum🤡 pic.twitter.com/AI9FcwQmqb— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 25, 2025 Einn af þeim sem stukku þá til, til að stöðva Jacobsen, var Hlynur Leifsson sem var eftirlitsmaður IHF í Herning í gær. https://t.co/ftkj9Cl0LH— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 25, 2025 Eftir þetta gekk hratt að losna við boðflennuna en hins vegar fór langur tími í að hreinsa völlinn eftir hann. Leikmenn liðanna létu ekki sitt eftir liggja í því, og voru handklæði og fleira nýtt til að sópa í burtu öllu konfettíinu svo hægt væri að halda leik áfram. Jacobsen var að sjálfsögðu spurður út í þessa uppákomu eftir leik, og viðbrögð sín sem féllu svo vel í kramið hjá áhorfendum: „Núna er hann búinn að fá næga athygli. Það var ekkert að gerast svo ég hugsaði með mér að það þyrfti að koma honum út. Núna þurfum við að komast heim og pakka svo við getum komið okkur til Noregs,“ sagði Jacobsen en Danir spila í Bærum í 8-liða úrslitum, sem og í undanúrslitum og úrslitum ef þeir komast þangað. „Það hefur gerst áður að menn séu að hlaupa svona inn á völlinn, en sem betur fer er það sjaldan,“ sagði Jacobsen sem ætlar sér að stýra Dönum til fjórða heimsmeistaratitilsins í röð.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Sjá meira