Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. janúar 2025 07:01 Foreldrar um sextíu barna á Maríuborg lýsa yfir mikilli óánægju með leikskólastjórann. Reykjavíkurborg Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að auk kröfu um brottrekstur leikskólastjórans sé þess farið á leit að borgin skoði mál tengd leikskólastjóranum sem upp hafi komið. Leikskólastjórinn hafi verið ráðinn í fast starf frá og með upphafi síðasta árs, en kvartanir yfir framferði hans hafi komið fram frá haustinu 2023. Þær kvartanir, sem snúið hafi að „óásættanlegri hegðun, ófaglegum vinnubrögðum og skorti á faglegri forystu“ hafi Austurmiðstöð Reykjavíkur ekki tekið til greina. Telja til fjölda atvika Auk þess að lýsa yfir vantrausti á leikskólastjórann hafi foreldrar látið fylgja með skrá yfir um 30 atvik sem foreldrarnir telji ámælisverð. Þess á meðal er atvik þar sem drengur fannst ekki þegar foreldri hans hafi komið að sækja hann. Eins er nefnt að starfsmaður hafi „látið barn heyra það“, talað hafi verið niður til barna og að þrír starfsmenn hafi verið úti á leikskólalóðinni með 35 börnum. Í eitt skipti hafi leikskólastjórinn hringt í foreldri klukkan rúmlega fjögur síðdegis og sagt að hann væri að leita að syni þess sem búið væri að sækja. Tók drenginn úr leikskólanum Morgunblaðið hefur eftir foreldrum lýsingar á því að börn kvíði því að fara í leikskólann og á óviðeigandi hegðun starfsmanna í garð barnanna. Einn drengur hafi „öskurgrátið“ alla morgna, sér í lagi þegar leikskólastjórinn hafi verið að störfum. Sá hafi lent í barsmíðum af hendi annarra drengja á leikskólanum, sem hafi verið án eftirlits inni á klósetti. Ástæða barsmíðanna hafi verið sú að drengurinn ætti ekki föður. Þegar móðir drengsins hafi kvartað yfir málinu við leikskólastjórann er hann sagður hafa svarað henni með því að drengurinn væri oft lítill í sér því móðir hans hafi verið með krabbamein. Í kjölfarið hafi móðirin tekið drenginn úr leikskólanum og flutt í annað sveitarfélag. Í upprunalegri útgáfu fréttarnir var sagt að leikskólastjórinn hefði verið grunaður um að villa á sér heimildir sem bakvörður í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er ekki rétt og velvirðingar er beðist á þessum leiðu mistökum.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira