Ari nýr tæknistjóri Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 14:01 Ari Guðfinnsson er nýr tæknistjóri hjá Tern Systems. Tern systems Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Tern Systems hefur gengið frá ráðningu Ara Guðfinnssonar í starf tæknistjóra til að leiða nýtt tæknisvið innan fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að markmiðið með stöðu tæknistjóra og tæknisviðs sé að skerpa á tæknistefnu, auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun og að hámarka gæði og áreiðanleika kerfa sem Tern Systems afhendir til sinna viðskiptavina. Þakklátur fyrir traustið Með því að sameina teymin sem vinna að viðhaldi og þróun tækniinnviða gefist tækifæri til að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir þróun á hugbúnaðarkerfum fyrir iðnað, sem lúti ströngum gæðakröfum frá opinberum eftirlitsstofnunum. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu og spenntur að takast á við nýjar tæknilegar áskoranir í þróun kerfa fyrir stjórnun flugumferðar. Við lifum á tímum mikilla breytinga og í þeim felast afar spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Tern Systems,“ er haft eftir Ara. Hefur unnið lengi hjá félaginu Ari hafi unnið hjá Tern Systems í rúm þrettán ár og gegnt ýmsum tæknilegum störfum sem tengjast þróun lausna fyrir flugumferðarstjórn og þekki því starfsemi fyrirtækisins betur en flestir. Ari hafi numið tölvunarfræði og vitsmunavísindi við háskólann í Skövde og hafið starfsferilinn í hugbúnaðarþróun þar sem hann hafi unnið við þróun á radar- og fluggagnakerfum. Á síðustu árum hafi Ari starfað sem tæknilegur vörustjóri og í því hlutverki hafi hann haft yfirumsjón með vöruarkitektúr og tæknilegri stefnu innan Tern Systems. „Ég hef fylgst með störfum Ara lengi og fagna því mjög að fá hann í þetta nýja hlutverk hjá Tern Systems. Ari býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á okkar starfsemi og þeim vörum sem Tern hefur þróað. Þessi ráðning undirstrikar metnað okkar til þess að uppfylla þær ströngu kröfur um gæði og öryggi sem krafist er i flugiðnaðinum,“ er haft eftir Magnúsi Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Tern Systems. Tern Systems hafi í um þrjátíu ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir þróaðar af Tern Systems séu nú í notkun víða í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Hugbúnaðarlausnir Tern Systems byggi á löngu samstarfi við Isavia ANS, sem sjái um stjórnun flugumferðar yfir Norður-Atlantshafið en svæðið sé eitt það víðfeðmasta og umferðamesta í heiminum í dag. Hjá Tern Systems starfi yfir áttatíu manns en fyrirtækið sé með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi Vistaskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að að markmiðið með stöðu tæknistjóra og tæknisviðs sé að skerpa á tæknistefnu, auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun og að hámarka gæði og áreiðanleika kerfa sem Tern Systems afhendir til sinna viðskiptavina. Þakklátur fyrir traustið Með því að sameina teymin sem vinna að viðhaldi og þróun tækniinnviða gefist tækifæri til að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir þróun á hugbúnaðarkerfum fyrir iðnað, sem lúti ströngum gæðakröfum frá opinberum eftirlitsstofnunum. „Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari ráðningu og spenntur að takast á við nýjar tæknilegar áskoranir í þróun kerfa fyrir stjórnun flugumferðar. Við lifum á tímum mikilla breytinga og í þeim felast afar spennandi tækifæri fyrir okkur hjá Tern Systems,“ er haft eftir Ara. Hefur unnið lengi hjá félaginu Ari hafi unnið hjá Tern Systems í rúm þrettán ár og gegnt ýmsum tæknilegum störfum sem tengjast þróun lausna fyrir flugumferðarstjórn og þekki því starfsemi fyrirtækisins betur en flestir. Ari hafi numið tölvunarfræði og vitsmunavísindi við háskólann í Skövde og hafið starfsferilinn í hugbúnaðarþróun þar sem hann hafi unnið við þróun á radar- og fluggagnakerfum. Á síðustu árum hafi Ari starfað sem tæknilegur vörustjóri og í því hlutverki hafi hann haft yfirumsjón með vöruarkitektúr og tæknilegri stefnu innan Tern Systems. „Ég hef fylgst með störfum Ara lengi og fagna því mjög að fá hann í þetta nýja hlutverk hjá Tern Systems. Ari býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á okkar starfsemi og þeim vörum sem Tern hefur þróað. Þessi ráðning undirstrikar metnað okkar til þess að uppfylla þær ströngu kröfur um gæði og öryggi sem krafist er i flugiðnaðinum,“ er haft eftir Magnúsi Þórðarsyni, framkvæmdastjóra Tern Systems. Tern Systems hafi í um þrjátíu ár þróað hugbúnaðarlausnir fyrir stjórn flugumferðar en lausnir þróaðar af Tern Systems séu nú í notkun víða í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu og Afríku. Hugbúnaðarlausnir Tern Systems byggi á löngu samstarfi við Isavia ANS, sem sjái um stjórnun flugumferðar yfir Norður-Atlantshafið en svæðið sé eitt það víðfeðmasta og umferðamesta í heiminum í dag. Hjá Tern Systems starfi yfir áttatíu manns en fyrirtækið sé með höfuðstöðvar á Íslandi og skrifstofur í Ungverjalandi og Póllandi
Vistaskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira