Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Mark Andrews er hér búinn að missa boltann á lokasekúndum leiksins og Baltimore Ravens var þar með úr leik í úrslitakeppni NFL. Getty/Kevin Sabitus Það er því miður alltof algengt að skúrkar í íþróttum verði fórnarlamb netníðs og hótanna. Fréttir frá Buffalo í Bandaríkjunum eru því jákvætt innlegg í baráttuna gegn slíkum ósóma. Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official) NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira
Mark Andrews, innherji Baltimore Ravens, missti boltann á úrslitastund í leik Ravens og Buffalo Bills í úrslitakeppni NFL deildarinnar um síðustu helgi. Ósáttir stuðningsmenn hans liðs úthúðuðu honum með miður skemmtilegum hætti á samfélagsmiðlum eftir leikinn. Hann og fjölskylda hans fengu einnig líflátshótanir eftir leikinn. Amdrews fékk aftur á móti mikla samúð frá stuðningsmönnum mótherjanna í Buffalo Bills. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rRR9RXXzteU">watch on YouTube</a> Baltimore Ravens hefur verið eitt allra besta lið NFL deildarinnar síðustu ár en aldrei gengið vel í úrslitakeppninni. Þarna rann því enn eitt tímabilið þeim úr greipum. Hefði Andrews gripið boltann þá hefði liðið jafnað leikinn og tryggt sér framlengingu. Þess í stað fagnaði Buffalo Bills 27-25 sigri og mætir Kansas City Chief í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar um komandi helgi. Liðið er nú bara einum sigri frá Super Bowl. Stuðningsmenn Bills vildu sýna leikmanninum stuðning í verki og fóru eftir leikinn að safna pening fyrir góðgerðasamtök leikmannsins á GoFundMe vefnum. Bandarískir miðlar segja að það hafi nú safnast meira en 75 þúsund Bandaríkjadalir fyrir samtökin eða meira en tíu og hálf milljón íslenskra króna. Góðgerðasamtök Andrews styðja sjálf við bakið á fólki með sykursýki og leitast eftir því að auðvelda fórnarlömbum sjúkdómsins lífið. View this post on Instagram A post shared by TSN (@tsn_official)
NFL Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Sjá meira