Poroma náði þá að vinna sitt fyrsta heimsbikarmót þegar hann fagnaði sigri í 20 kílómetra göngu í Les Rousses í Frakklandi.
Sænska Sportbladet segir frá því að kappinn hafi lenti í óvenjulegum vandræðum eftir keppni.
Það var nefnilega engin sigurgleði hjá Poroma heldur var hann fastur hjá lyfjaeftirlitinu allt kvöldið.
Poroma gekk eitthvað illa að pissa og svo fór að hann þurfti að drífa sig út á flugvöll í fullum skrúða til að missa ekki af fluginu til Svíþjóðar.
Sportbladet birti mynd af kappanum þar sem hann sást í flugvélinni í keppnisbúningi sínum og meira segja með keppnisnúmerið enn framan á sér.
„Þetta getur orðið svolítið tæpt þegar þú þarft að drífa þig heim sama kvöld,“ sagði hinn 24 ára gamli William Poroma.
Hann býr í Jämtland sem er norðarlega í Svíþjóð og þurfti því líka að keyra í dágóða stund til að komast alla leið heim eftir flugið frá Frakklandi.