Það verður seint sagt að leikur kvöldsins hafi verið jafn en eftir að staðan var jöfn 1-1 í upphafi leiks var ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi. Staðan var 23-9 í hálfleik og lauk leiknum með 19 marka sigri Vals, lokatölur 40-19.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var mögnuð í liði Vals og skoraði 12 mörk. Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir komu þar á eftir með fimm mörk hvor.
Elín Rósa gaf einnig fimm stoðsendingar. Í markinu varði Hafdís Renötudóttir 17 skot. Hjá Gróttu var Ída Margrét Stefánsdóttir markahæst með fimm mörk.
Valur er á toppi deildarinnar með 24 stig að loknum13 leikjum. Grótta er í botnsætinu með aðeins fjögur stig.