Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2025 12:13 Græna vöruskemman er í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Vísir/Vilhelm Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna grænu vöruskemmunar við Álfabakka 2. Í kærunni er farið fram á að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna. Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“ Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34
Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45