Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 22:06 Donald Trump með eina af fjölmörgum tilskipunum sem hann undirritaði í gær. AP/Matt Rourke Ríkissaksóknarar í 22 ríkjum í Bandaríkjunum hafa lagt fram kæru til að koma í veg fyrir tilskipun Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem afnemur ríkisborgararétt barna innflytjenda. Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær. Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Eins og kveður á í fjórtándu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna fá börn sem fæðast í landinu sjálfkrafa bandarískan ríkisborgararétt við fæðingu, óháð því hvort foreldrar þeirra séu með ríkisborgararétt. Í gær, fyrsta degi sínum sem forseti, skrifaði Trump undir tilskipun um afnám sjálfkrafa réttar barna innflytjenda sem fæðast í Bandaríkjunum til ríkisborgararéttar. Ríkissaksóknarar átján ríkja stefndu forsetanum en þau eru New Jersey, Massachusetts, Kalifornía, Colorado, Connecticut, Delaware, Hawaii, Maine, Maryland, Michigan, Minnesota, Nevada, New Mexcio, New York, Norður-Karólína, Rhode Island, Vermont og Wisconsin ásamt því að ríkissaksóknara borganna San Francisco og Washington DC tóku þátt. Þá stefndu ríkissaksóknarar ríkjanna Washington, Arizona, Illinois og Oregon einnig ákvörðuninni í annari kæru. Matthew J. Platkin, ríkissaksóknari New Jersey kallar ákvörðun Trump „einstaka og róttæka.“ Hann sagði forseta vera valdamikla en þeir séu ekki kóngar. „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki,“ segir Platkin í umfjöllun New York Times. Nick Brown, ríkissaksóknari Washington-ríkis, segir að um 150 þúsund börn í þessari stöðu fæðist í landinu á hverju ári. Brown ætlar að halda áfram að fylgjast með tilskipunum Trump og býst við fleiri málaferlum. Ríkið myndi því ekki höfða mál vegna hneykslanlegra ákvarðana sem eru löglegar. Brown tekur sem dæmi ákvörðun Trump um að náða þá sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. „Ég hef engan áhuga á því að halda áfram að kæra forseta Bandaríkjanna, hvort það er Donald Trump eða hver það er sem verður næsti forseti, en ég hef svarið eið að því að verja stjórnarskrána,“ sagði Brown. Tilskipunin tekur gildi eftir þrjátíu daga. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var farið yfir nokkura tugi tilskipana sem Trump undirritaði í gær.
Donald Trump Bandaríkin Innflytjendamál Tengdar fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53 Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19 Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30
Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. 21. janúar 2025 21:53
Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Tilnefning sjónvarpsmannsins Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra var samþykkt úr nefnd í öldungadeild Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Atkvæðagreiðslan fylgdi flokkslínum, 14-13, og er búist við miklum deilum þegar tilnefningin fer fyrir öldungadeildina í heild. 21. janúar 2025 16:19
Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. 21. janúar 2025 13:59