Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 16:12 Milan Lazarevski frá Norður-Makedóníu og Elias Kofler frá Austurríki í átökum í Varazdin í Króatíu í dag. Getty/Vjeran Zganec Filip Kuzmanovski tryggði Norður-Makedóníu stig gegn Austurríki í dag með mögnuðu langskoti á síðustu stundu, í 29-29 jafntefli á HM í handbolta. Sviss vann stórsigur á Túnis. Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Austurríki er því með þrjú stig í milliriðli II og þar ríkir mikil spenna, en tvö efstu liðin úr þeim milliriðli mæta svo liðum úr milliriðli Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Frakkar eru efstir með 4 stig og mæta Ungverjalandi (3 stig) í kvöld. Holland er með 2 stig líkt og Norður-Makedónía, en Katar með 0 stig, en Holland og Katar mætast í dag. Ljóst er að allt þarf að ganga upp hjá N-Makedóníumönnum og þeir að vinna Katar og Frakkland í síðustu leikjum sínum, til að eygja von um 2. sæti riðilsins, en markið frá Kuzmanovski heldur þeim á lífi. Austurríki var 14-13 yfir í hálfleik gegn Norður-Makedóníu í dag, eftir 6-2 kafla á lokamínútum fyrri hálfleiks, en liðið skoraði lokamark fyrri hálfleiksins á síðustu sekúndu. Gríðarleg spenna var í leiknum í seinni hálfleik og jafnt á öllum tölum. Þegar tæpar tvær mínútur voru eftir varði Florian Kaiper vítakast fyrir Austurríki, frá Kuzmanovski, og í staðinn kom Eric Damböck Austurríki yfir, 28-27, með vítakasti á hinum enda vallarins. Marko Mitev náði að jafna metin 40 sekúndum fyrir leikslok, með sínu sjötta marki í leiknum, en Austurríki tók svo leikhlé til að undirbúa lokasókn sína. Lukas Hutecek lyfti sér svo upp og skoraði þegar örfáar sekúndur voru eftir, skoraði sitt sjötta mark og virtist hafa tryggt Austurríki sigur, en svo fór ekki því Kuzmanovski tókst einhvern veginn að jafna metin á síðustu stundu. Sviss fikrar sig nær Þýskalandi og Danmörku Sviss vann Túnis af miklu öryggi, 37-26, og var í raun búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleik, en staðan að honum loknum var 20-11. Svisslendingar eru því með í baráttunni um sæti í 8-liða úrslitum en þeir eru með þrjú stig í milliriðli I, á meðan að Túnis er enn án stiga. Danmörk og Þýskaland eru efst í þessum milliriðli með fjögur stig hvort, og mætast í kvöld. Fyrst mætast þó Tékkland og Ítalía, en Tékkar eru með eitt stig og Ítalir tvö.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira