Skoðun

Skýr sýn og metnaður

Hákon Stefánsson skrifar

Sýn er sterkt og lifandi fyrirtæki á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar – í heimi hraðra breytinga og nýrra áskorana. Við eigum og rekum nokkur af þekktustu vörumerkjum landsins og erum afar stolt af þeirri leiðandi stöðu sem við höfum byggt okkur. Með öflugum starfsmannahópi og markvissum breytingum á rekstri félagsins stefnum við að því að styrkja það sem leiðandi afl á markaði og hámarka langtímavirði þess.

Undanfarið hefur verið unnið að víðtækri stefnumótun félagsins með þátttöku mikils fjölda starfsmanna sem hafa lagt fram dýrmæta reynslu og innsýn til að móta framtíðarsýn félagsins. Á sama tíma hefur stjórn Sýnar tekið ákvörðun um að fleiri einingar verði ekki seldar út úr rekstrinum heldur þvert á móti styrktar. Stefnan byggir á metnaði og skýrri sýn starfsfólks Sýnar og hefur það markmið að efla félagið enn frekar og tryggja stöðugan og sjálfbæran rekstur.

Breytingar eru órjúfanlegur hluti af vegferðinni og kalla á bæði skýrleika og úthald. Í þessu ferli hefur verið lögð áhersla á vandaða framkvæmd og opin samskipti þar sem upplýsingar eru veittar reglulega til að tryggja traust og samstöðu innan fyrirtækisins. Stjórn Sýnar stendur einhuga að baki stjórnendum og starfsfólki í þessari vinnu. Með sameiginlegu átaki er stefnan skýr: að styrkja stöðu Sýnar sem forystuafls á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði og skapa traustan grunn fyrir framtíðina.

Höfundur er stjórnarformaður Sýnar hf.




Skoðun

Sjá meira


×