Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 13:43 Skilaboð sem maðurinn sendi á Facebook voru á meðal sönnunargagna málsins. Getty Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira