Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 07:07 Fyrsti dagur Trump í embætti gaf ekki annað til kynna en að hann hyggist standa við fyrirheit sín um að kollvarpa kerfinu. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira