Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 07:07 Fyrsti dagur Trump í embætti gaf ekki annað til kynna en að hann hyggist standa við fyrirheit sín um að kollvarpa kerfinu. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Smáforriti fyrir hælisleitendur til að bóka tíma með innflytjendayfirvöldum við landamærin að Mexíkó var einnig „kippt úr sambandi“ og þá sagði forsetinn að um það bil þúsund manns sem hefðu verið skipaðir í ýmis hlutverk í stjórnartíð Joe Biden yrðu látnir fjúka á næstu dögum. Trump undirritaði meðal annars tilskipanir um að segja Bandaríkin úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og frá Parísarsáttmálanum um aðgerðir í loftslagsmálum. Þá fyrirskipaði hann einnig að Mexíkóflói yrði Ameríkuflói innan 30 daga og Mount Denali yrði Mount McKinley, eftir 25. forseta Bandaríkjanna. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana til að greiða fyrir aukinni framleiðslu jarðefnaeldsneyta. Hann fyrirskipaði einnig rannsókn á öllum viðskiptavenjum og mat á eftirfylgni Kína með viðskiptasamningi ríkjanna frá 2020 og viðskiptasamningi Bandaríkjanna, Kína og Kanada sem hann undirritaði sama ár. Forsetinn hóf að undirrita tilskipanirnar fyrir framan fjölda áhorfenda í Capital One Arena og hélt svo áfram í Hvíta húsinu.Getty/Anna Moneymaker Óvissa og ótti Ljóst er að forsetatilskipanirnar sem Trump undirritaði í gær og þær aðgerðir sem hann hefur boðað til munu skapa óvissu og jafnvel ótta hjá stórum hópum fólks en hann lýsti meðal annars yfir neyðarástandi við landamærin að Mexíkó. Yfirlýst neyðarástand og aðrar tilskipanir er varða málefni hælisleitenda og innflytjenda munu líklega gera það að verkum að óvissuástand skapast við landamærin, þar sem Bandaríkin munu tímabundið hætta að vinna úr málum umsækjenda. Staða trans fólks er einnig mjög óviss eftir gærdaginn en Trump undirritaði tilskipun þar sem kveðið er á um að alríkið viðurkenni aðeins tvö kyn, karlkyn og kvenkyn, sem séu ákvörðuð við fæðingu. Alríkisyfirvöldum er þannig gert að miða ávallt við „kyn“ en ekki „kynvitund“ og mun þetta einnig ná til persónuskilríkja á borð við vegabréf. Þá er kveðið á um að líffræðilegt kyn ráði því hvaða salerni eða búningsaðstaða sé notuð og í hvaða fangelsum fólk er vistað. Forsetinn undirritaði einnig fjölda tilskipana er varða starfsmenn alríkisins en hann hefur meðal annars komið á ráðningabanni og fyrirskipað opinberum starfsmönnum að snúa aftur á vinnustöðvar sínar, í stað þess að vinna að hluta heima. Á vef New York Times má finna samantekt um helstu tilskipanirnar sem forsetinn undirritaði í gær og hlekki á tilskipanirnar sjálfar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira