Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 20:01 Rýmingar eru í gildi á Seyðisfirði og fleiri stöðum á Austfjörðum. Þá hefur Fjarðarheiði verið lokað. Lögreglan á Austurlandi Ljósmóðir á eftirlaunum sem búsett er á Seyðisfirði og var kölluð út í dag þegar barn fæddist í bænum segir íbúa búa við óbilandi óöryggi í tengslum við heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Seyðfirðingar hafi þurft að þola ýmsar skerðingar í heilbrigðisþjónustu í gegn um tíðina. „Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“ Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“
Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira