Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2025 19:23 Sunnan við Landspítalann í Fossvogi er stór lóð sem borgin undirbýr nú nýtt deiliskipulag fyrir 250 til 400 íbúðir. Þar með yrði þrengt mikið að framtíðar byggingum fyrir sjúkrahússtarfsemi. Stöð 2/Arnar Forstjóri Landspítalans telur skynsamlegra að gera ráð fyrir sjúkraússtarfsemi á landi neðan við gamla Borgarspítalann en íbúðabyggð eins og Reykjavíkurborg er með í undirbúningi. Þörfin fyrir sjúkrahússtarfsemi og tengda þjónustu eigi aðeins eftir að aukast með fjölgun þjóðarinnar. Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson. Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Nú er í undirbúningi nýtt deiliskipulag fyrir þetta svæði sunnan við Landspítalann í Fossvogi þar sem gert er ráð fyrir 250 til fjögur hundruð íbúðum. Ef þær áætlanir ná fram að ganga verður minna svigrúm til að auka sjúkrahússtarfsemi í Fossvogi. Legurýmum mun ekki fjölga frá því sem nú er þegar nýji Landspítalinn verður tekinn í gagnið. Því verður að öllum líkindum þörf fyrir spítalann í Fossvogi um fyrirsjáanlega framtíð.Vísir/Vilhelm Legurýmum mun ekki fjölga með tilkomu nýja Landspítalans sem tekinn verður í gagnið í byrjun næsta áratugar. Það er því ljóst að spítalinn í Fossvogi verður starfræktur um fyrirsjáanlega framtíð. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir brýnt að skipuleggja heilbrigðisstarfsemi áratugi fram í tímann.Stöð 2/Einar „Á hinn bóginn höfum við séð mjög öra fólksfjölgun og sívaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu og þar með sjúkrahúsþjónustu. Þannig að mér þykir einsýnt að við munum þurfa meiri og meiri aðstöðu í framtíðinni. Þá er náttúrlega eðlilegt að hafa augastað á byggingunum í Fossvogi sem þegar eru fyrirliggjandi,“ segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans. Fram til ársins 2040 væri gert ráð fyrir að tiltekin verkefni fari frá Landspítalanum og hann sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahús- og bráðaþjónustu. Engu að síður þurfi land undir þá aðstöðu. Í áætlunum um heilbrigðisþjónustu væri nauðsynlegt að horfa marga áratugi fram í tímann. „Ég held að það sé ljóst miðað við hvernig staðan er í dag að við höfum brennt okkur illilega á að gera það ekki. Þannig að það viðhorf verður að breytast snarlega. Við þurfum að horfa langt fram í tímann. Þá þurfum við að horfa til landrýmis fyrir sjúkrahúsbyggingar,“ segir forstjórinn. Hér sést hluti lóðarinnar sem BSÍ og N1 standa á í dag og Landspítalinn vill að verði helguð spítalastarfsemi í framtíðnni.Stöð 2/Sigurjón Spítalinn hefði nýlega hafið samtal við borgina um framtíðarlóðir vestan við spítalann á Hringbraut, þar sem BSÍ og N-1 væru nú, og um lóðina í Fossvogi þar sem borgin er nú að undirbúa skipulag fyrir íbúðabyggð. „Þá megum við kannski missa af þeim mun minni tíma ef við ætlum að skapa fullnægjandi landrými fyrir sjúkrahúsbyggingar í framtíðinni hérna á höfðuborgarsvæðinu.“ Það væri til að mynda orðið brýnt að byggja yfir geðhleilbrigðisþjónustuna. „Niðurstaðan var að hún kæmist ekki fyrir svo vel sé á Hringbrautarlóðinni því þar er mjög takmarkað landrými. Þá er meðal annars verið að horfa til lóðarinnar í Fossvogi,“ segir Runólfur Pálsson.
Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent