Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 23:51 Ása Steinars er með ríflega 700 þúsund fylgjendur á TikTok, þar af marga frá Bandaríkjunum. aðsend mynd Bann við samfélagsmiðlinum TikTok tekur að óbreyttu gildi í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Íslenskur áhrifavaldur býr sig undir að tapa fjölda fylgjenda en gerir ráð fyrir að notendur streymi inn á aðra miðla í staðinn. TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira