Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 23:51 Ása Steinars er með ríflega 700 þúsund fylgjendur á TikTok, þar af marga frá Bandaríkjunum. aðsend mynd Bann við samfélagsmiðlinum TikTok tekur að óbreyttu gildi í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Íslenskur áhrifavaldur býr sig undir að tapa fjölda fylgjenda en gerir ráð fyrir að notendur streymi inn á aðra miðla í staðinn. TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu. Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
TikTok hefur notið gríðarlegra vinsælda víða um heim undanfarin ár. Nú er útlit fyrir að miðillinn verði bannaður í Bandaríkjunum strax á sunnudaginn en Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekkert sé því til fyrirstöðu að bannið taki gildi á grundvelli þjóðaröryggismála. TikTok er í eigu kínversks tæknirisa og stjórnvöld í bandaríkjunum hafa skilgreint það sem ógn við þjóðaröryggi. Þótt bannið nái ekki til Íslands getur það engu að síður haft áhrif á upplifun íslenskra notenda þegar fram líða stundir. „Eins og fyrir mig að þá er ég með ákveðinn fylgjendahóp en eins og ég skil þetta þá mun fylgjendahópurinn frá Bandaríkjunum bara hverfa. Þannig ég held að það verði svolítið skrítið, ég held að einn minn stærsti hópur sé frá Bandaríkjunum,“ segir Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur. Ennþá er nokkuð á reiki hvaða áhrif nákvæmlega bannið muni hafa framkvæmd. Ekki eru önnur fordæmi fyrir því að yfirvöld í bandaríkjunum banni samfélagsmiðla, og óljóst meðal annars hvernig því verði fylgt eftir. „Það er auðvitað mikið verið að fjalla um þetta inni á miðlinum sjálfum. Fólk er að undirbúa sig fyrir bannið og hvað mun gerast,“ segir Ása. Ása hefur ekki miklar áhyggjur af því að samfélagsmiðillinn verði bannaður á Íslandi.aðsend mynd Aðrir miðlar fylli skarðið ef á reynir Sjálf segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því að sambærilegt bann verði innleitt í Evrópu og á Íslandi. „Mér þætti það frekar ólíklegt. Ég á erfitt með að sjá af hverju þessi miðill ætti að vera eitthvað meira bannaður heldur en einhver annar. Mörg okkar eru að nota app frá Kína bara eins og Temu og Shein þannig ég skil ekki alveg af hverju þetta app ætti að vera eitthvað öðruvísi.“ Þá bendir hún á að engu að síðir yrði missir af TikTok, ef svo færi að miðillinn yrði ekki lengur aðgengilegur. „Það verður alveg missir af þessu. Þetta er allt öðruvísi miðill og algóriþminn á þessu appi hann er svolítið öðruvísi. Ég er búin að vera þarna inni síðan 2020 og hef haft mjög gaman af honum. TikTok er líka miðillinn sem byrjaði með þetta sem kallast short-form video, og eftir að TikTok byrjaði með þessi stuttu video þá fóru allir miðlarnir að taka þetta upp eins og Facebook og Instagram og þarna svona byrjaði þetta,“ segir Ása. Ása er dugleg við að deila myndum af íslenskri náttúru.aðsend mynd Þá séu samfélagsmiðlarnir síbreytilegir og nýir miðlar komi reglulega fram á sjónarsviðið. „Sem betur fer eru náttúrlega fleiri miðlar, ég er inni á Instagram og Youtube og svo eru nýir miðlar eins og Threads og svo eru einhverjar sögur um það að nú er komið nýtt app sem heitir RedNote, það eru einhverjar kjaftastögur um að fólk sem er á tiktok ætli að fara yfir á þann miðil,“ segir Ása. Daginn eftir að bannið tekur gildi tekur Donald Trump aftur við embætti forseta, en hann hefur sagst andvígur banninu.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin TikTok Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira