Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 11:33 Henry Birgir Gunnarsson ljómaði eftir að hafa keypt vindla af leikmanni kúbverska landsliðsins, Osmani Miniet. vísir/vilhelm Ef Grænhöfðaeyjar voru lítil fyrirstaða fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti mótspyrnan frá Kúbu að vera enn minni. Liðin mætast í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti