Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2025 16:22 Elska nýtur mikilla vinsælda og nú stendur til að helga 54. tölublaði tímaritsins norðlenskum karlmönnum. Tökur fara fram í febrúar. Elska Erótíska hommablaðið Elska ætlar að setja sérstakan fókus á Akureyri í 54. tölublaði sínu. Nafn tímaritsins ber íslenskt heiti sem ræðst af Íslandsáhuga helsta aðstandenda. Þetta kemur fram í gayiceland en Roald Viðar Eyvindsson ræðir þar við ritstjórann Liam Campell sem segir fyrirhugað að tökur fari fram í febrúar. Þannig að þeir sem vilja sitja fyrir ættu að fara að huga að uppstillingum og hárgreiðslu. „Ef ég gæti þá myndi ég fjalla um íslenska bæi í öllum tímaritum okkar,“ segir Liam í spjalli við Roald. Hann hefur margsinnis heimsótt Ísland og segist hafa fallið kylliflatur fyrir landi og þjóð. En Liam er búsettur í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem GayIceland ræðir við Liam Campell og í öðru viðtali er hann spurður út í hina íslensku nafngift tímaritsins. Liam segir einfaldlega að honum þyki þetta hljóma vel. „Fáir vita hvað orðið þýðir, og þess vegna skiptir það mestu máli hvað elska hljómar vel," sagði Liam. Liam Campell ritstjóri Elska er sérstakur áhugamaður um Ísland. Þetta er ekki fyrsta tölublað Elska er helgað íslenskum karlmönnum en þar á bæ hafa menn þann háttinn á að einbeita sér að einhverju tilteknu svæði hverju sinni. Elska Reykjavík kom út 2016 og þá voru 18 karlmenn myndaðir. Að sögn Liams varð það tölublað mikið vöxtum, stærra en ætlað var. „Þá kom á daginn að reykvískir karlmenn vildu helst láta taka af sér mynd úti í náttúrunni frekar en að þeir væru í borgarumhverfi. Ég geri ráð fyrir því að það sýni hversu tengdir Íslendingar eru ósnortinni náttúru. Og annað sem ég man er að þó mennirnir í því tölublaði væru tiltölulega frjálslegir í fasi voru þeir almennt ekki mikið fyrir að láta mynda sig nakta.“ Liam er spurður sérstaklega; af hverju Akureyri? Hann svarar því svo til að hann vildi gjarnan taka hvern einasta bæ á Íslandi fyrir, en einhvers staðar verði að setja mörkin. Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Þetta kemur fram í gayiceland en Roald Viðar Eyvindsson ræðir þar við ritstjórann Liam Campell sem segir fyrirhugað að tökur fari fram í febrúar. Þannig að þeir sem vilja sitja fyrir ættu að fara að huga að uppstillingum og hárgreiðslu. „Ef ég gæti þá myndi ég fjalla um íslenska bæi í öllum tímaritum okkar,“ segir Liam í spjalli við Roald. Hann hefur margsinnis heimsótt Ísland og segist hafa fallið kylliflatur fyrir landi og þjóð. En Liam er búsettur í London. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem GayIceland ræðir við Liam Campell og í öðru viðtali er hann spurður út í hina íslensku nafngift tímaritsins. Liam segir einfaldlega að honum þyki þetta hljóma vel. „Fáir vita hvað orðið þýðir, og þess vegna skiptir það mestu máli hvað elska hljómar vel," sagði Liam. Liam Campell ritstjóri Elska er sérstakur áhugamaður um Ísland. Þetta er ekki fyrsta tölublað Elska er helgað íslenskum karlmönnum en þar á bæ hafa menn þann háttinn á að einbeita sér að einhverju tilteknu svæði hverju sinni. Elska Reykjavík kom út 2016 og þá voru 18 karlmenn myndaðir. Að sögn Liams varð það tölublað mikið vöxtum, stærra en ætlað var. „Þá kom á daginn að reykvískir karlmenn vildu helst láta taka af sér mynd úti í náttúrunni frekar en að þeir væru í borgarumhverfi. Ég geri ráð fyrir því að það sýni hversu tengdir Íslendingar eru ósnortinni náttúru. Og annað sem ég man er að þó mennirnir í því tölublaði væru tiltölulega frjálslegir í fasi voru þeir almennt ekki mikið fyrir að láta mynda sig nakta.“ Liam er spurður sérstaklega; af hverju Akureyri? Hann svarar því svo til að hann vildi gjarnan taka hvern einasta bæ á Íslandi fyrir, en einhvers staðar verði að setja mörkin.
Fjölmiðlar Hinsegin Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira