Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 16:25 Margir hafa fagnað sigri hersins á sveitum RSF í Wad Madani en hermenn hafa þó verið sakaðir um ýmis ódæði gegn fólki á svæðinu. AP/Marwan Ali Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters. Súdan Hernaður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters.
Súdan Hernaður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira