Hrafnadís er afbökun og fær því nei Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 15:47 Kvenmannsnafninu Hrafnadís var hafnað. Því má ekki skíra börn nafninu. Getty Mannanafnanefnd hafnaði á dögunum beiðni um að leyfa kvenkyns seiginnafnið Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin karlkyns eiginnafnið Reymar. Í úrskurði nefndarinnar um Hrafnadísi segir að nafnið uppfylli flest skilyrði til þess að vera samþykkt. Það taki íslenskri eignarfallsendingu sem Hrafnadísar. Það er ritað í samræmi við almennar íslenskar ritreglur, og er ekki til þess fallið að geta orðið nafnbera til ama. Þrátt fyrir það þykir nefndinni nafnið brjóta í bága við íslenskt málkerfi. En í lögum um mannanöfn segir að með þeirri reglu sé ætlunin meðal annars að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Það er mat nefndarinnar að Hrafnadís sé afbökun á nafninu Hrafndís. Þar að auki fari nafnið gegn þeirri meginreglu íslenskrar nafnmyndunar að eignarfall fleirtölu sé ekki í forlið eiginnafns, það, sem í þessu tilfelli er „Hrafna“. Mörg íslensk eiginnöfn endi á „dís“, en í úrskurðinum er bent á að ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á því sé þó ein undantekning, en nefndin segir það ekki skapa fordæmi til nýmyndunnar. Þessi undantekning er nafnið Vanadís, sem er fornt kveðskaparheiti Freyju. Bent er á öðru máli kunni að gegna um uppnefni og viðurnefni. „Einkvæði forliðurinn, hrafn-, sem stofnsamsetning við endingu, felur í sér hefð og reglu sem á sér fornar rætur sbr. eiginnöfnin Hrafnhildur og Hrafnkell. Telur mannanafnanefnd skilyrði 5. gr. því ekki öll uppfyllt,“ segir í úrskurði nefndarinnar, sem líkt og áður segir hafnaði nafninu Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin nafnið Reymar. Í þeim úrskurði er bent á að það nafn sé víða þekkt erlendis sem Raymar. Þá sé uppruni nafnsins annar en nafnið Reimar sem er í dag borið af einum Íslendingi. Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar um Hrafnadísi segir að nafnið uppfylli flest skilyrði til þess að vera samþykkt. Það taki íslenskri eignarfallsendingu sem Hrafnadísar. Það er ritað í samræmi við almennar íslenskar ritreglur, og er ekki til þess fallið að geta orðið nafnbera til ama. Þrátt fyrir það þykir nefndinni nafnið brjóta í bága við íslenskt málkerfi. En í lögum um mannanöfn segir að með þeirri reglu sé ætlunin meðal annars að koma í veg fyrir að rótgrónum nöfnum sé breytt til horfs sem stríðir gegn hefð þeirra. Það er mat nefndarinnar að Hrafnadís sé afbökun á nafninu Hrafndís. Þar að auki fari nafnið gegn þeirri meginreglu íslenskrar nafnmyndunar að eignarfall fleirtölu sé ekki í forlið eiginnafns, það, sem í þessu tilfelli er „Hrafna“. Mörg íslensk eiginnöfn endi á „dís“, en í úrskurðinum er bent á að ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á því sé þó ein undantekning, en nefndin segir það ekki skapa fordæmi til nýmyndunnar. Þessi undantekning er nafnið Vanadís, sem er fornt kveðskaparheiti Freyju. Bent er á öðru máli kunni að gegna um uppnefni og viðurnefni. „Einkvæði forliðurinn, hrafn-, sem stofnsamsetning við endingu, felur í sér hefð og reglu sem á sér fornar rætur sbr. eiginnöfnin Hrafnhildur og Hrafnkell. Telur mannanafnanefnd skilyrði 5. gr. því ekki öll uppfyllt,“ segir í úrskurði nefndarinnar, sem líkt og áður segir hafnaði nafninu Hrafnadís. Þá samþykkti nefndin nafnið Reymar. Í þeim úrskurði er bent á að það nafn sé víða þekkt erlendis sem Raymar. Þá sé uppruni nafnsins annar en nafnið Reimar sem er í dag borið af einum Íslendingi.
Mannanöfn Tengdar fréttir Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05 Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05 Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Nú má heita Aster og Vestur Mannanafnanefnd hefur birt ellefu nýja úrskurði þar sem ellefu ný nöfn voru samþykkt. 22. október 2024 11:05
Má heita Amína en ekki Hó Mannanafnanefnd hafnaði beiðni um að fá að heita Hó. Hins vegar má núna heita Leynd og Amína. 6. janúar 2025 21:05
Gandri fær grænt ljós Brettingur hefur fengið grænt ljós sem eiginnafn hjá mannanafnanefnd en ekki sem millinafn. Nú má líka heita Gandri. 21. nóvember 2024 10:59