Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 12:01 Mike Johnson, þingforseti, vísaði til „áhyggja frá Mar a Lago“ þegar hann tilkynnti Mike Turner þá ákvörðun sína að reka hann úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar. AP/Mark Schiefelbein Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11
Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30
Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13
Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51