Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Aron Guðmundsson skrifar 16. janúar 2025 11:31 Þeir voru ófáir titlarnir sem Víkingar sönkuðu að sér undir stjórn Arnars í Fossvoginum Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við. „Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“ Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
„Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira