Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 18:44 Björn Leifsson, eigandi World Class, segir ekki rétt að konur í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum hafi ekki vitað af manni sem kom inn í klefann til að gera við klósettrúllustand. Vísir/Egill Kona sem æfir hjá World Class segir sér misboðið eftir að karlmaður gekk inn í kvennaklefa líkamsræktarinnar í Laugum í morgun til að gera við klósettrúlluhaldara án þess að allir í klefanum vissu af komu hans. Björn Leifsson, eigandi World Class og bróðir mannsins, segir konuna fara með rangt mál. Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“ Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt mbl um málið. Konan birti nafnlausa færslu á Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu þar sem hún segir að kvenkyns starfsmaður á vegum líkamsræktarinnar hafi komið inn í klefann til að láta vita að karlmaður væri á leið inn í klefann til að sinna viðgerðum inni á klósettinu. Konan hafi sjálf verið nálægt innganginum og því heyrt tilkynninguna ásamt um átta til tíu öðrum konum. Minna en helmingur kvennanna hafi heyrt í stúlkunni og því hafi fjöldi kvenna í klefanum og í sturtunni ekki vitað af manninum. Sjálf hafi hún rétt náð að sveipa handklæði um sig áður en maðurinn labbaði inn. Þá segir konan að þegar maðurinn gekk inn hafi hann haldið flissandi fyrir augu sín og sagt „ég lofa að kíkja ekki stelpur“ en þrátt fyrir það kíkt og horft í augu hennar. Á leið út úr stöðinni hafi hún svo heyrt í annarri konu kvarta yfir málinu í móttökunni. Segir konuna hafa verið eina í klefanum Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Birni Leifssyni vegna málsins en ekki hefur náðst í hann. Hann ræddi hins vegar við mbl um málið og sagði þar að konan færi með rangt mál. Hún hafi verið eini iðkandinn í klefanum þegar maðurinn, sem Björn segir vera bróður sinn, Sigurð Leifsson, gekk inn. Sigurður Leifsson er rekstrarstjóri og meðeigandi World Class. Hér er hann ásamt Sigríði H. Kristjánsdóttur, verkefnastjóra. Þá segir Björn að kvenkyns starfsmann World Class hafi farið inn og kallað hátt og skilmerkilega að karlkyns viðgerðarmaður væri á leið inn í klefann. Maðurinn hefði aldrei gengið inn iðkendum að óvörum. Björn segir í viðtali við mbl að fleiri þættir í nafnlausu færslunni standist ekki standast skoðun en ekki kemur fram hvaða þættir það eru. Spurður af blaðamanni mbl hvort hefði ekki verið réttara að sinna viðgerðinni utan opnunartíma sagði Björn: „Það var nú enginn drepinn en þetta er tveggja til þriggja mínútna verk og yfirleitt gert þegar á þarf að halda til að allir geti fengið svona þjónustu.“
Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira