Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar 15. janúar 2025 13:45 Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikhús Bíó og sjónvarp Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eins og aðrir fylgst af ánægju með sjónvarpsþáttunum um Vigdísi. Það hefur verið sönn gleði að sjá metnaðinn í framleiðslunni, útlitinu og leiknum og ástæða til að fagna því öllu og þakka fyrir. Í leikhúskaflanum í 3. þætti var hins vegar efnisþáttur í handritinu sem rétt er að gera litla athugasemd við. Þótt svona verk verði að fá að vera frjálst og sé sannarlega ekki heimildarmynd. Í þættinum bregður fyrir persónu sem ekki verður skilið öðruvísi en eigi að vera Helgi Skúlason. Samhengi persónunnar í þættinum er hins vegar ankannalegt svo ekki sé meira sagt. Honum er lýst sem þröngsýnum manni sem hafi ekki hugnast nýstárlegt leikverk Sartres Lokaðar dyr undir stjórn Vigdísar. Mér er fullljóst að hér hafa handritshöfundar þurft að þjappa miklu efni saman og svindla á sagnfræðinni til að búa til átök í handritið. Gott og vel. En niðurstaðan er bara alger skrumskæling á hlut Helga í starfi Leikfélagsins. Helgi Skúlason hér í hlutverki sínu í Föngunum í Altona. Því fer mjög fjarri að Helga hafi verið uppsigað við nýstárlega strauma sunnan úr Evrópu. Eitt fyrsta leikstjórnarverk hans hjá Leikfélaginu var til dæmis að setja upp einþáttungana Kennslustundina og Stólana eftir absúrdistann Ionesco árið 1961. Fljótlega eftir að hann var kominn til Leikfélagsins settist hann svo í stjórn félagsins þar sem eitt fyrsta verkið var að gera félagið að atvinnuleikhúsi og ráða Svein Einarsson sem fyrsta leikhússtjóra þess 1963. Næstu árin vann félagið síðan hvern sigurinn á fætur öðrum í samkeppni við Þjóðleikhúsið og Helgi setti t.d. upp Réttarhöldin eftir Kafka, Sú gamla kemur í heimsókn eftir Durrenmatt og Hús Bernhörðu Alba eftir Garcia Lorca. Auk þess að leika aðalhlutverkið í því magnaða verki Föngunum í Altona eftir fyrrgreindan Sartre sem hann fékk Silfurlampa leikhúsgagnrýnenda fyrir árið 1963. Og Helgi kom sem sagt hvergi að sýningu leikhópsins Grímu á Lokuðum dyrum Sartre eins og sýnt er í þáttunum. Það verk var sýnt í Tjarnarbíói og tengdist ekkert Leikfélagi Reykjavikur. Síðan er furðulegt að búa til þá fléttu að Vigdís hafi fundið upp á því „snjallræði“ að bjóða Þjóðleikhúsinu starfskrafta Helga til að losna við hann. Staðreyndin er sú að þau Helgi og Helga sögðu bæði starfi sínu lausu hjá Leikfélaginu sumarið 1976 ) án þess að vera komin í annað starf. Ástæðan var sannarlega ekki sú að þeim þætti verkefnaval félagsins undir stjórn Vigdísar of framúrstefnulegt, heldur fannst þeim félagið hafa horfið um of frá listrænum metnaði og snúast fullmikið um léttmeti og farsa (sem var meðal annars auðvitað til styrktar húsbyggingarsjóði félagsins). Að þessu sögðu er rétt að endurtaka ánægju með þættina um Vigdísi yfirhöfuð og óska Vesturporti til hamingju með þá. Höfundur er þýðandi og handritahöfundur.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar