Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2025 22:40 Tilnefning Donald Trump á sjónvarpsfréttamanninum Pete Hegseth til varnarmálaráðherra kom mörgum í opna skjöldu en hann er sagður skorta reynslu á sviði varnarmála. AP Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Donald Trump greindi frá því skömmu eftir kosningar að hann hefði tilnefnt Hegseth sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Ákvörðun Trump var gagnrýnd harðlega, sér í lagi vegna þess að Hegseth skorti þá áratugareynslu af hermálum sem forsetar hafa venjulega horft til við útnefningar sínar í mikilvæg embætti. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Á fjögurra klukkutíma löngum fundi létu nefndarmeðlimir spurningar dynja á Hegseth. Í framhaldinu mun öldungadeildarþingið greiða atkvæði með eða gegn tilnefningu Hegseth. Hegseth er fyrsti tilvonandi ráðherra Trump til að sitja fyrir svörum öldungadeildar en fleiri slíkir fundir eru fyrirhugaðir í vikunni, að því er kemur fram í frétt BBC. Fréttamaður miðilsins var í þinghúsinu í dag og fjallaði ítarlega um gang fundarins. Orðið vitni að minni kröfum til kvenna Margar spurningar sneru að afstöðu Hegseth gagnvart konum í Bandaríkjaher. Kirsten Gillibrand öldungadeildarþingkona var meðal þeirra sem sóttu fast að honum. „Þú mátt ekki niðurlægja konur, en þú gerir það í yfirlýsingum þínum. Þú segist ekki vilja konur í hernum, sérstaklega á víglínunum. Það eru glötuð ummæli. [...]. Svo segist þú ekki vilja konur í hernum, og sérstaklega ekki mæður. Hvað mislíkar þér við mæður?,“ sagði Gillibrand á fundinum. Hegseth kom sér til varnar með því að segjast hafa unnið með konum áður í hernaði, en hafi orðið vitni að því að minni kröfur hefðu verið gerðar til kvenna en karla. Þau atvik hafi orðið kveikjan að ummælum hans. Þá sagði hann kvenkyns hermenn sem hann hefur unnið með meðal þeirra bestu sem hann þekkti til. Búin að lofa að skilja flöskuna eftir heima Mazie Hirono öldungadeildarþingmaður Demókrata sagðist hafa eftir mörgum heimildum að Hegseth væri iðulega drukkinn í starfi sínu sem sjónvarpsmaður. Hann vísaði ásökununum á bug og sagði þær hluta af rógsherferð gegn honum. Á þingflokksfundum Repúblikana síðustu vikur hefur hann þó haft orð á því að hann ætli ekki að drekka á vinnutíma. BBC segir frá því að talsverðar truflanir hafi orðið á fundinum þegar Hegseth hugðist ávarpa salinn. Lögreglumenn hafi teymt nokkra mótmælendur út úr þingsalnum sem höfðu verið með frammíköll.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna