Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar 14. janúar 2025 16:33 Hér á eftir ætla ég að rökfæra hvernig græðgi og skortur á samkeppni á Íslandi hefur gegnumsýrt okkar samfélag lengi, skert samkeppnishæfni landsins í stöðugri baráttu almennings fyrir að fá laun sem duga og bótakerfi sem sniðið er að þörfum fjárfesta beinir 9,6 milljörðum (2023) af skattfé til þeirra með tilheyrandi hækkun verðbólgu og kostnaðar við að lifa.Einnig sökum samlíkingar margra á milli húsnæðisbraskara, leigusala og gróðrarvonar sem ætti kannski bara að vera möguleg á ólöglegum fíkniefnamarkaði landsins, ákvað ég að kanna það – en er það svo? Verðbólguþróun í samhengi við húsnæðismarkaðinn Við köllum hana verðbólgu, eða jafnvel verðbólguvæntingar þar sem “markaðurinn” er spurður hversu mikið á að græða umfram kostnað á næstunni. En verðbólgan á Íslandi hefur að mestu verið borin uppi af þróun fasteignamarkaðar þar sem fáir aðilar halda heilli þjóð í helgreipum græðginnar, eins og sést vel á þessari grein hér frá Bandalagi háskólamanna sem sýnir fram á tvöföldun á hagnaði fjárfesta á byggingarmarkaði frá 2018. Merkilegt er að skoða þróun verðbólgu í þessu samhengi, eða frá því að lóðabrask og verktakar fóru að kosta þjóðina í formi verðbólgu og gríðarlegrar hækkunar húsnæðisverðs. Og sést þá að þessi þróun hefst á sama tíma og verktakar fara að tvöfalda hverja krónu af sínum framkvæmdum. Sem endaði síðan í því að mögulega þeir sömu verktakar eru ekki að ná að byggja í dag, sökum vaxtakostnaðar – sem aftur kemur til út af verðbólguþróun – sem er í raun að mestu þeim sjálfum um að kenna. Talandi um að skjóta sig í fótinn! 2014–2017: Meðalverðbólga var um 1,8% á ári. 2018–2022: Verðbólga jókst og náði hámarki í júlí 2022 með 9,9%. Í október 2022 var hún komin niður í 9,4% (heimild: Seðlabankinn). 2023: Verðbólga hjaðnaði í 5,4% í september 2023 (heimild: Landsbankinn). 2024: Spáð er að verðbólga verði 6,0% árið 2024. Hlutfallslegar hækkanir í samanburði við Danmörku og Spán (2014–2024) Þegar borin er saman verðþróun á helstu nauðsynjavörum á Íslandi (egg, kartöflur, kjúklingabringa, mjólk og bensín) kemur skaðsemi hinnar íslensku græðgi berlega í ljós og hvernig launaþróun hér er í sífellu kapphlaupi til að halda í. Ef við hins vegar bætum húsnæðiskostnaði við þá sést að kapphlaupið er tapað og þarf stórkostlegar breytingar til að ná aftur vopnum okkar. Ísland Danmörk Spánn Matvara 51,0% 21,2% 36,4% Húsnæði 205,8% 80,2% 69,3% Meðallaun 115,4% 38,2% 47,1% Þarna sést berlega að launahækkanir eru að halda ágætlega í hvað varðar matvöruverð hér á landi, þótt hækkunin sé umtalsverð og meiri en annars staðar. En er það gott fyrir samkeppnishæfni landsins að það þurfi þessar launahækkanir til að halda í við verð á nauðsynjavörum? Þegar ráðnir eru inn erlendir sérfræðingar til starfa hérlendis þá fara þeir inn á þá síðu sem ég nota til upplýsingaöflunar, numeo.com, og fá að vita kostnaðinn við að búa hér. Þar sjá þeir húsnæðiskostnað sem er úr öllu samhengi við Evrópu, hvort sem er til leigu eða kaups. Það má því leiða líkur að því að þessi þróun skerði samkeppnishæfni landsins og jafnvel stuðli að því að erlent starfsfólk tæknifyrirtækja vinni eingöngu í fjarvinnu og borgi því skatt sinn erlendis. Minn launagreiðandi er með ⅓ af sínu starfsfólki erlendis sem borgar sín gjöld þar en fær sín laun frá okkar hagkerfi. Verðþróun á fíkniefnum (2013–2023) Á síðustu árum hefur stundum verið talað um að framlegð fjárfesta á húsnæðismarkaði og leigusala séu á pari við fíkniefnasala, sem varð þess valdandi að ég ákvað að kanna þá fullyrðingu. Hafði ég því samband við sjúkrahúsið Vog og fékk frá þeim verðþróun á fíkniefnum sem hafa ekki bara lækkað í verði í krónum talið, heldur er lækkunin nær því að vera þreföld miðað við kaupmátt. Það er mjög sterk vísbending um að eitthvað mikið sé að á hinum “frjálsa” íslenska markaði þegar við sjáum ólöglega vöru lækka í verði, sem þarf ekki bara að taka áhættu á að selja, heldur líka flytja til landsins og fjármagna með frelsið í húfi – samt lækkar varan! Hlutfallsleg breyting Kannabis -7,8% (verðlækkun) Afmetamín -25,4% (verðlækkun) Kókaín -4,9% (verðlækkun) E-töflur -19,6% (verðlækkun) Viljum við búa í samfélagi þar sem brask með grunnþörf okkar, sem húsnæði er, gefur von um gróða sem er mun meiri en á markaði með ólögleg fíkniefni? Hvernig varð þetta svona? Leigjendasamtökin sendu árið 2016 erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við uppkaupum leigufélaga og fjárfesta á íbúðum til að geta hækkað fasteigna- og leiguverð. Tölurnar hér ofar í greininni sýna að það hefur raungerst svo um munar. Ég set húsnæði undir sama hatt, hvort sem það er leiga eða kaup á húsnæði, því samfylgni milli þessara tveggja þátta er tvöföld hérlendis samanborið við Evrópu. Það sýnir í raun að hækkun leiguverðs, sem hefur verið hátt í 200% á þessum tíma, er grunnþáttur í hækkun húsnæðisverðs. En af hverju er hægt að hækka leigu svona gríðarlega mikið? Er það út af þeirri staðreynd að yfirgnæfandi hluti stuðningskerfis ríkisins er í formi húsaleigubóta, og eru leigjendur eða öllu heldur leigusalar styrktir um 9,6 milljarða árlega (2023)? Þessi ráðstöfun á skattfé Íslendinga inn á óregluvæddan leigumarkað olli bæði furðu og kátínu á meðal ráðstefnugesta á alþjóðaþingi leigjendasamtakanna. Var þá spurt hvort leigan hækkaði ekki bara í beinu framhaldi af hækkun bóta – svarið er auðvitað “já.” Allt tal um að skortinum sé um að kenna er afvegaleiðing, því réttara væri að segja að skortstaðan á húsnæðismarkaði gefi tækifæri sem fjárfestar nýti sér til hækkana, sem væru erfiðar án gríðarlegs ríkisstuðnings í formi húsaleigubóta til fjárfesta. Tækifæri sem nýtt var til að gera stóran hluta landsmanna að leiguliðum – en í dag er fjórða hvert heimili á leigumarkaði. Við sjáum að í landi hins óhefta kapítalisma hafa átt sér stað stórkostlegar hamfarir í LA, en þar er talið að 10.000 heimili hafi orðið eldi að bráð og þarf það fólk því húsnæði. Í neyðarástandi eins og er - þá er bannað að hækka leigu, það er ólöglegt. Hér á landi hefur okkar vantað 10 til 15.000 íbúðir í langan tíma – sannarlega neyðarástand – en leigusalar hér eru næstum því hvattir til að hækka leigu með hækkun bóta og algerri andstöðu stjórnvalda til að stíga inn í ástandið. Vert er að benda á að í starfshóp um lagfæringar á leigumarkaði var ekki einn einasti leigjandi – en nokkrir leigusalar. Einn þeirra lýsti því yfir að nú hefði verðið á íbúðum hans félags hækkað það mikið, að það yrði að hækka húsaleigubætur svo hægt væri að hækka leiguverð. Hann vildi því fá meira af skattfé okkar fyrir sig út af því að hann átti meira en áður. Það er alveg ljóst að við verðum öll að eiga heimili og samkvæmt alþjóðasamningum höfum við skuldbundið okkur til þess að útvega borgurum okkar húsnæði á “eðlilegu” verði. OECD miðar við hámark 40% af ráðstöfunartekjum, en leigjendur hérlendis borga í það minnsta 50% og allt upp undir 80% af sínum útborguðu launum í leigu, sem er þó þegar niðurgreidd af skattfé almennings. Það er vægast sagt óeðlilegt þegar skipulega var dregið úr félagslegum úrræðum fólks á húsnæðismarkaði frá aldamótum og sérstaklega frá hruni. 30.000 Íslendingum, sem í raun ættu að eiga rétt á þessum lausnum, var hent í kjaft leigufélaganna þar sem fjöldi nær varla að lifa svo vel sé, sökum græðgi fárra ríkra manna. Á Íslandi er einungis 3% húsnæðis félagslegt á meðan það er 20% í Danmörku og 30% í Hollandi. Hér á landi er ekki nóg að vera undir tekjuviðmiðunum, heldur þarf að sýna fram á sögu áfalla til að eiga sjens á félagslegri lausn, sem er fáránlegt í alla staði. Tek það fram að ég er ekki að kalla fjárfesta fíkniefnasala og þeim er víst frjálst að verðleggja sína vöru eins og þeim hentar. Þetta er frekar spurning um siðferði þeirra stjórnmálamanna sem hafa látið þetta óáreitt lengi og valdið okkur öllum miklum skaða. Það má síðan velda því fyrir sér hvor hópurinn sé skaðlegri, fíkniefnasalar eða húsnæðisbraskarar ? Fyrir heila þjóð þá má segja að braskararnir séu verri - sérstaklega þegar horft er til áhrifa þeirra á stjórn landsins, en fyrir einstaklingana er fátt verra en að ánetjast fíkniefnum. Lausnin Í aðdraganda kosninga kynntu leigjendasamtökin kerfi sem byggir á viðmiðunarverði sem ríkið hefur sjálft notað á sínum leiguíbúðum í 30 ár. Við afnemum tvísköttun þá sem leigjendur þurfa að sætta sig við. Við snúum bótakerfinu við á þann hátt að leigusalar gætu fengið bætur á meðan vextir eru háir, en svo drægi úr þegar vextir lækkuðu. Kerfi sem skilar leiguverðum á áþekkan stað og það væri hefði það fylgt annarri verðþróun og myndi spara skattgreiðendum milljarða árlega. Kerfi sem myndi klárlega stemma stigu við sífeldum verðhækkunum á húsnæði. Kerfið miðar einfaldlega við að leigutakinn myndi borga byggingarkostnað íbúðar á 20 árum, sem hljómar mikið – er það ekki? Samt myndi slíkt lækka leiguverð um 35 til 40%, sem ætti að vera góð vísbending um þá græðgi sem á leigumarkaði ríkir. Í samtali við mig á Samstöðinni lýstu bæði Jóhann Páll, þingmaður Samfylkingar, og Ragnar Þór í Flokki Fólksins því yfir að þeir vildu skoða þessa lausn betur ef þeir kæmust til áhrifa – þetta má sjá á upptökum sem finna má á YouTube. Hef ég fulla trú á þeim, en fyrirstaðan er sú að við fengum með þeim í stjórn skammsýna hægri menn í Viðreisn, sem vilja alls ekki hlutast til um þá óheftu græðgi sem ríkir á leigumarkaði, þrátt fyrir að borga 9.600.000.000 í húsaleigubætur árið 2023 – fyrir utan félagslegar bætur frá sveitarfélögunum. Þetta kallar maður varla frelsi til að græða? Frekar heimsku til að græða svo það skaði aðra, eða í raun okkur öll. Hér er hlekkur inn á hugmynd okkar að lausn sem við köllum viðmiðunarverð leigu – kerfi sem hundruðir hafa skoðað og hafa hvorki fræðimenn né aðrir geta sett út á efnislega enn. Lausn sem í raun besta sparnaðaráðið þegar vel er að gáð ! Viðmiðunarverð húsaleigu. Höfundur er félagi í leigjendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Hér á eftir ætla ég að rökfæra hvernig græðgi og skortur á samkeppni á Íslandi hefur gegnumsýrt okkar samfélag lengi, skert samkeppnishæfni landsins í stöðugri baráttu almennings fyrir að fá laun sem duga og bótakerfi sem sniðið er að þörfum fjárfesta beinir 9,6 milljörðum (2023) af skattfé til þeirra með tilheyrandi hækkun verðbólgu og kostnaðar við að lifa.Einnig sökum samlíkingar margra á milli húsnæðisbraskara, leigusala og gróðrarvonar sem ætti kannski bara að vera möguleg á ólöglegum fíkniefnamarkaði landsins, ákvað ég að kanna það – en er það svo? Verðbólguþróun í samhengi við húsnæðismarkaðinn Við köllum hana verðbólgu, eða jafnvel verðbólguvæntingar þar sem “markaðurinn” er spurður hversu mikið á að græða umfram kostnað á næstunni. En verðbólgan á Íslandi hefur að mestu verið borin uppi af þróun fasteignamarkaðar þar sem fáir aðilar halda heilli þjóð í helgreipum græðginnar, eins og sést vel á þessari grein hér frá Bandalagi háskólamanna sem sýnir fram á tvöföldun á hagnaði fjárfesta á byggingarmarkaði frá 2018. Merkilegt er að skoða þróun verðbólgu í þessu samhengi, eða frá því að lóðabrask og verktakar fóru að kosta þjóðina í formi verðbólgu og gríðarlegrar hækkunar húsnæðisverðs. Og sést þá að þessi þróun hefst á sama tíma og verktakar fara að tvöfalda hverja krónu af sínum framkvæmdum. Sem endaði síðan í því að mögulega þeir sömu verktakar eru ekki að ná að byggja í dag, sökum vaxtakostnaðar – sem aftur kemur til út af verðbólguþróun – sem er í raun að mestu þeim sjálfum um að kenna. Talandi um að skjóta sig í fótinn! 2014–2017: Meðalverðbólga var um 1,8% á ári. 2018–2022: Verðbólga jókst og náði hámarki í júlí 2022 með 9,9%. Í október 2022 var hún komin niður í 9,4% (heimild: Seðlabankinn). 2023: Verðbólga hjaðnaði í 5,4% í september 2023 (heimild: Landsbankinn). 2024: Spáð er að verðbólga verði 6,0% árið 2024. Hlutfallslegar hækkanir í samanburði við Danmörku og Spán (2014–2024) Þegar borin er saman verðþróun á helstu nauðsynjavörum á Íslandi (egg, kartöflur, kjúklingabringa, mjólk og bensín) kemur skaðsemi hinnar íslensku græðgi berlega í ljós og hvernig launaþróun hér er í sífellu kapphlaupi til að halda í. Ef við hins vegar bætum húsnæðiskostnaði við þá sést að kapphlaupið er tapað og þarf stórkostlegar breytingar til að ná aftur vopnum okkar. Ísland Danmörk Spánn Matvara 51,0% 21,2% 36,4% Húsnæði 205,8% 80,2% 69,3% Meðallaun 115,4% 38,2% 47,1% Þarna sést berlega að launahækkanir eru að halda ágætlega í hvað varðar matvöruverð hér á landi, þótt hækkunin sé umtalsverð og meiri en annars staðar. En er það gott fyrir samkeppnishæfni landsins að það þurfi þessar launahækkanir til að halda í við verð á nauðsynjavörum? Þegar ráðnir eru inn erlendir sérfræðingar til starfa hérlendis þá fara þeir inn á þá síðu sem ég nota til upplýsingaöflunar, numeo.com, og fá að vita kostnaðinn við að búa hér. Þar sjá þeir húsnæðiskostnað sem er úr öllu samhengi við Evrópu, hvort sem er til leigu eða kaups. Það má því leiða líkur að því að þessi þróun skerði samkeppnishæfni landsins og jafnvel stuðli að því að erlent starfsfólk tæknifyrirtækja vinni eingöngu í fjarvinnu og borgi því skatt sinn erlendis. Minn launagreiðandi er með ⅓ af sínu starfsfólki erlendis sem borgar sín gjöld þar en fær sín laun frá okkar hagkerfi. Verðþróun á fíkniefnum (2013–2023) Á síðustu árum hefur stundum verið talað um að framlegð fjárfesta á húsnæðismarkaði og leigusala séu á pari við fíkniefnasala, sem varð þess valdandi að ég ákvað að kanna þá fullyrðingu. Hafði ég því samband við sjúkrahúsið Vog og fékk frá þeim verðþróun á fíkniefnum sem hafa ekki bara lækkað í verði í krónum talið, heldur er lækkunin nær því að vera þreföld miðað við kaupmátt. Það er mjög sterk vísbending um að eitthvað mikið sé að á hinum “frjálsa” íslenska markaði þegar við sjáum ólöglega vöru lækka í verði, sem þarf ekki bara að taka áhættu á að selja, heldur líka flytja til landsins og fjármagna með frelsið í húfi – samt lækkar varan! Hlutfallsleg breyting Kannabis -7,8% (verðlækkun) Afmetamín -25,4% (verðlækkun) Kókaín -4,9% (verðlækkun) E-töflur -19,6% (verðlækkun) Viljum við búa í samfélagi þar sem brask með grunnþörf okkar, sem húsnæði er, gefur von um gróða sem er mun meiri en á markaði með ólögleg fíkniefni? Hvernig varð þetta svona? Leigjendasamtökin sendu árið 2016 erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við uppkaupum leigufélaga og fjárfesta á íbúðum til að geta hækkað fasteigna- og leiguverð. Tölurnar hér ofar í greininni sýna að það hefur raungerst svo um munar. Ég set húsnæði undir sama hatt, hvort sem það er leiga eða kaup á húsnæði, því samfylgni milli þessara tveggja þátta er tvöföld hérlendis samanborið við Evrópu. Það sýnir í raun að hækkun leiguverðs, sem hefur verið hátt í 200% á þessum tíma, er grunnþáttur í hækkun húsnæðisverðs. En af hverju er hægt að hækka leigu svona gríðarlega mikið? Er það út af þeirri staðreynd að yfirgnæfandi hluti stuðningskerfis ríkisins er í formi húsaleigubóta, og eru leigjendur eða öllu heldur leigusalar styrktir um 9,6 milljarða árlega (2023)? Þessi ráðstöfun á skattfé Íslendinga inn á óregluvæddan leigumarkað olli bæði furðu og kátínu á meðal ráðstefnugesta á alþjóðaþingi leigjendasamtakanna. Var þá spurt hvort leigan hækkaði ekki bara í beinu framhaldi af hækkun bóta – svarið er auðvitað “já.” Allt tal um að skortinum sé um að kenna er afvegaleiðing, því réttara væri að segja að skortstaðan á húsnæðismarkaði gefi tækifæri sem fjárfestar nýti sér til hækkana, sem væru erfiðar án gríðarlegs ríkisstuðnings í formi húsaleigubóta til fjárfesta. Tækifæri sem nýtt var til að gera stóran hluta landsmanna að leiguliðum – en í dag er fjórða hvert heimili á leigumarkaði. Við sjáum að í landi hins óhefta kapítalisma hafa átt sér stað stórkostlegar hamfarir í LA, en þar er talið að 10.000 heimili hafi orðið eldi að bráð og þarf það fólk því húsnæði. Í neyðarástandi eins og er - þá er bannað að hækka leigu, það er ólöglegt. Hér á landi hefur okkar vantað 10 til 15.000 íbúðir í langan tíma – sannarlega neyðarástand – en leigusalar hér eru næstum því hvattir til að hækka leigu með hækkun bóta og algerri andstöðu stjórnvalda til að stíga inn í ástandið. Vert er að benda á að í starfshóp um lagfæringar á leigumarkaði var ekki einn einasti leigjandi – en nokkrir leigusalar. Einn þeirra lýsti því yfir að nú hefði verðið á íbúðum hans félags hækkað það mikið, að það yrði að hækka húsaleigubætur svo hægt væri að hækka leiguverð. Hann vildi því fá meira af skattfé okkar fyrir sig út af því að hann átti meira en áður. Það er alveg ljóst að við verðum öll að eiga heimili og samkvæmt alþjóðasamningum höfum við skuldbundið okkur til þess að útvega borgurum okkar húsnæði á “eðlilegu” verði. OECD miðar við hámark 40% af ráðstöfunartekjum, en leigjendur hérlendis borga í það minnsta 50% og allt upp undir 80% af sínum útborguðu launum í leigu, sem er þó þegar niðurgreidd af skattfé almennings. Það er vægast sagt óeðlilegt þegar skipulega var dregið úr félagslegum úrræðum fólks á húsnæðismarkaði frá aldamótum og sérstaklega frá hruni. 30.000 Íslendingum, sem í raun ættu að eiga rétt á þessum lausnum, var hent í kjaft leigufélaganna þar sem fjöldi nær varla að lifa svo vel sé, sökum græðgi fárra ríkra manna. Á Íslandi er einungis 3% húsnæðis félagslegt á meðan það er 20% í Danmörku og 30% í Hollandi. Hér á landi er ekki nóg að vera undir tekjuviðmiðunum, heldur þarf að sýna fram á sögu áfalla til að eiga sjens á félagslegri lausn, sem er fáránlegt í alla staði. Tek það fram að ég er ekki að kalla fjárfesta fíkniefnasala og þeim er víst frjálst að verðleggja sína vöru eins og þeim hentar. Þetta er frekar spurning um siðferði þeirra stjórnmálamanna sem hafa látið þetta óáreitt lengi og valdið okkur öllum miklum skaða. Það má síðan velda því fyrir sér hvor hópurinn sé skaðlegri, fíkniefnasalar eða húsnæðisbraskarar ? Fyrir heila þjóð þá má segja að braskararnir séu verri - sérstaklega þegar horft er til áhrifa þeirra á stjórn landsins, en fyrir einstaklingana er fátt verra en að ánetjast fíkniefnum. Lausnin Í aðdraganda kosninga kynntu leigjendasamtökin kerfi sem byggir á viðmiðunarverði sem ríkið hefur sjálft notað á sínum leiguíbúðum í 30 ár. Við afnemum tvísköttun þá sem leigjendur þurfa að sætta sig við. Við snúum bótakerfinu við á þann hátt að leigusalar gætu fengið bætur á meðan vextir eru háir, en svo drægi úr þegar vextir lækkuðu. Kerfi sem skilar leiguverðum á áþekkan stað og það væri hefði það fylgt annarri verðþróun og myndi spara skattgreiðendum milljarða árlega. Kerfi sem myndi klárlega stemma stigu við sífeldum verðhækkunum á húsnæði. Kerfið miðar einfaldlega við að leigutakinn myndi borga byggingarkostnað íbúðar á 20 árum, sem hljómar mikið – er það ekki? Samt myndi slíkt lækka leiguverð um 35 til 40%, sem ætti að vera góð vísbending um þá græðgi sem á leigumarkaði ríkir. Í samtali við mig á Samstöðinni lýstu bæði Jóhann Páll, þingmaður Samfylkingar, og Ragnar Þór í Flokki Fólksins því yfir að þeir vildu skoða þessa lausn betur ef þeir kæmust til áhrifa – þetta má sjá á upptökum sem finna má á YouTube. Hef ég fulla trú á þeim, en fyrirstaðan er sú að við fengum með þeim í stjórn skammsýna hægri menn í Viðreisn, sem vilja alls ekki hlutast til um þá óheftu græðgi sem ríkir á leigumarkaði, þrátt fyrir að borga 9.600.000.000 í húsaleigubætur árið 2023 – fyrir utan félagslegar bætur frá sveitarfélögunum. Þetta kallar maður varla frelsi til að græða? Frekar heimsku til að græða svo það skaði aðra, eða í raun okkur öll. Hér er hlekkur inn á hugmynd okkar að lausn sem við köllum viðmiðunarverð leigu – kerfi sem hundruðir hafa skoðað og hafa hvorki fræðimenn né aðrir geta sett út á efnislega enn. Lausn sem í raun besta sparnaðaráðið þegar vel er að gáð ! Viðmiðunarverð húsaleigu. Höfundur er félagi í leigjendasamtökunum.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun