Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:39 Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir atburðarásina minna á þá sem varð fyrir eldgosið í Holuhrauni. Vísir/Vilhelm Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni. Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“ Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst á sjöunda tímanum í morgun en stærsti skjálftinn varð klukkan rúmlega átta og mældist hann 4,9 að stærð. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir jarðskjálftahrinunni vera lokið. „Þetta er mjög óvanaleg. Það voru þarna nokkrir stórir skjálftar og svo mjög mikið af smærri skjálftum norðan til í öskjunni. Þetta tengist að öllum líkindum kviku undir öskjunni og staðreyndin er sú að Bárðarbunga hefur verið að þenjast út og mjög mikið núna síðustu árin. Mælingar sem að við erum að gera sýna að hún er búin að rísa, þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð annars staðar enda ekki mjög algengt kannski, en hún er sennilega miðjan er búin að rísa um sjálfsagt tuttugu tuttugu og fimm metra á síðustu átta árum og þarna er að streyma mjög mikil kvika inn og þetta er mjög stór og mikil eldstöð. Jarðskjáfltahrinan í morgun í Bárðarbunga í var áköf.Vísir/Vilhelm Erfitt sé að segja til um hvort jarðskjálftarnir séu undanfari eldgoss en Bárðarbunga er ein af virkustu eldstöðvum landsins. „Það er ómögulegt að segja en það er aukinn kvikuþrýstingur þarna. Magnús Tumi segir virknina í Bárðarbungu ekki tengjast annarri eldstöð í Vatnajökli eða Grímsvötnum en í gær var greint frá því að Grímsvatnahlaup væri hafið. Síðasta umbrotahrina í Bárðarbungu varð árið 2014 þegar eldgos varð í Holuhrauni. „Þessi atburðarás minnir á það sem að var undanfari bæði gossins í Holuhraun, eða fyrsta byrjunin fyrir gosið í Holuhrauni sem endaði með því tveim vikum seinna 2014 og svo líka skjálftunum sem að urðu undanfari þess að það gaus í Gjálp þarna milli Grímsvatna og Bárðarbungu. Það vantar töluvert upp á það nái sömu stöðu eins var fyrir 2014 þegar öskusigð varð og hún seig um sextíu og fimm metra og gosið stóra varð í Holuhrauni. Við verðum bara að fylgjast með þessu og vera tilbúin.“
Eldgos og jarðhræringar Bárðarbunga Tengdar fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10 Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38 Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14. janúar 2025 12:10
Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Í hádegisfréttum fjöllum við um jarðskjálftahrinuna sem reið yfir í Bárðabungu í morgun. 14. janúar 2025 11:38
Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14. janúar 2025 07:19