Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. janúar 2025 11:31 Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í íslensku atvinnulífi er mikið lagt upp úr nýsköpun, árangri og vellíðan starfsfólks. En hvernig getur fyrirtækjamenning ýtt undir þessa þætti? Verður hún bara allt í einu til eða þarf að byggja hana upp markvisst? Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þessari uppbyggingu er hvernig við hugsum um getu okkar og möguleika á því að læra, vaxa og þróast. Enginn fæðist með alla þessa hæfni sem óskað er í handraðanum heldur þarf að æfa sig. Fyrirtækjamenning sem hverfist um vaxtarhugarfar er eitt af mikilvægu merkjum þess sem í auknum mæli er litið til þegar framtíðarmöguleikar fyrirtækja eru metnir. Vaxtarhugarfar vs. fastmótað hugarfar Vaxtarhugarfar gengur út á að trúa því að hæfileikar og geta séu ekki fastmótuð heldur geti þróast. „Ég get lært, bætt mig og dafnað ef ég legg mig fram." Fastmótað hugarfar hins vegar byggir á því að hæfileikar séu óbreytanlegir: „Ég er einfaldlega ekki góð/ur/gott í þessu." Dæmi: Ef starfsfólk gerir mistök getur ólíkt hugarfar leitt til ólíkrar upplifunar. Í vaxtarhugarfari mætti segja: „Ég lærði á mistökunum og veit hvernig ég get gert betur næst." En með fastmótuðu hugarfari mætti segja: „Ég er óhæf/ur/t til þessa verks." Ávinningur vaxtarhugarfars á vinnustöðum Nýsköpun: Þegar starfsfólk tileinkar sér vaxtarhugarfar lætur það ekki hræðast mistök heldur reynir á sig. Þetta skapar gróskumikinn jarðveg fyrir nýjungar. Vellíðan: Með vaxtarhugarfari nær starfsfólk að mynda þéttari tengsl og tilheyra betur á sínum vinnustað vegna þess að það er óhrætt við að deila hugmyndum og mistökum. Árangur: Þegar fólk upplifir sig hafa tækifæri til þess að þroska sig tekst því betur að sigrast á áskorunum og nær þannig meiri árangri. Dæmisaga Hugsum okkur tæknifyrirtæki sem er að búa til nýja vöru þar sem sérstök áhersla er lögð á að skapa menningu sem styður vaxtarhugarfar. Starfsfólk er hvatt til að læra af mistökum, taka þátt í verkefnum sem útrýma gati á þekkingu og vinna saman þvert á deildir. Þrátt fyrir áskoranir lætur starfsfólk ekkert stöðva sig heldur leitar leiða til þess að koma fram með nýjungar og upplifir að það sé að læra og vaxa. Ef fyrirtækið eða stjórnendur þess hjakka hins vegar alltaf í sama farinu vegna þess að þau viðurkenna ekki eigin mistök eða læra af þeim eru þau mun ólíklegri til þess að ná árangri. Árangur er sjaldnast byggður á heppninni einni. Í persónulegra samhengi getur vaxtarhugarfar líka skipt sköpum. Starfsfólk sem var áður hrætt við að tala á fundum byrjar að sjá tækifæri til vaxtar í því að taka til máls og í hverri kynningu sem það heldur. Eftir nokkurn tíma er það orðið sérfræðingur í því að kynna hugmyndir fyrir hóp. Því allt svona er jú bara spurning um æfingu. Hvernig er vaxtarhugarfar æft? Hvetjið til tilrauna: Leyfið samstarfsfólki að prófa sig áfram, jafnvel þó augljóst fyrir þér sé að mistök muni eiga sér stað. Þá veltum við upp spurningunni: hvernig lærum við af þessu? Fáið endurgjöf: Móttaka og veiting uppbyggilegrar gagnrýni eru lykilatriði. Hræðumst ekki þegar fólk hefur skoðun á vinnunni okkar, hlustum án þess að dæma okkur eða aðra. Fókus á vöxt: Viðurkennið framfarir frekar en að einblína einungis á lokaniðurstöðu. Ekki segja: „Þú ert snillingur!" Heldur: „Ég sé að þú lagðir mikið á þig til þess að komast að þessari niðurstöðu og ég kann að meta það." Námskeið: Gagnlegt er að bjóða upp á námskeið í vaxtarhugarfari fyrir allan vinnustaðinn og jafnvel upp á sérstakt námskeið fyrir stjórnendur. Með vaxtarhugarfari getur þú – og í raun íslenskt atvinnulíf allt – vaxið enn meira. Hvort sem þú ert í framlínu í fiskvinnslu eða háttsett/ur í fjármálafyrirtæki, þá getur vaxtarhugarfar verið lykillinn að því að ná lengra, líða betur í vinnunni og búa til ný og verðmæt tækifæri. Hvernig ætlar þú að vaxa á nýju ári? Höfundur er stjórnarkona og ráðgjafi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun