Að minnsta kosti 24 látnir Sunna Sæmundsdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 13. janúar 2025 22:07 Unnið er hörðum höndum að því að slökkva eldana. EPA-EFE/ALLISON DINNER Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir. „Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Við einbeitum okkur að tvennu: halda eldunum í skefjum, bjarga mannslífum og vernda eignir. Vegna yfirvofandi hvassviðriðs verðum við að fylgjast mjög vel með ástandinu. Þetta hvassviðri nálgast okkur mjög hratt,“ segir Kristin Crowley, starfsmaður hjá slökkviliði Los Angeles. Töluvert dró úr vindi um helgina en veðurspáin næstu daga er slæm. Santa-Anta vindarnir sem hafa dreift hratt úr eldunum eiga að taka við sér að nýju og fram á fimmtudag er spáð allt að 31 metra á sekúndu. „Þessi vindur ásamt lágu rakastigi og rakastigi eldsmatarins veldur því að eldhættan er mjög mikil í allri Los Angeles sýslu,“ segir Anthony C. Marrone, slökkviliðsstjóri. Barist er við þrjá meginelda og sá stærsti, eða Palisades-eldurinn, sem hefur þegar brennt svæði sem jafnast á við rúman Kópavog hefur einungis verið haminn að litlu leyti. Betur gengur með Eaton-eldinn og slökkviðlið segist hafa náð tökum á þriðjungi hans. Hurst-eldurinn er þá sagður haminn að mestu. Samanlagt hafa eldarnir þrír náð yfir um 156 ferkílómetra sem er svæði stærra en Parísarborg. Erfiðast að segja syni sínum Eyðileggingin er á sögulegum skala og dönsk fjölskylda sem hefur búið í Los Angeles í fimm ár er ein af þúsundum sem hafa misst heimili sitt. „Þetta er svo erfitt. Það er allt farið,“ segir Kristoffer Kosloff sem er danskur íbúi í Los Angeles. Kristoffer starfar sem framleiðandi í borginni en hann segir að erfiðast hafi verið að segja syni sínum að heimilið væri farið. „Af því að þá varð honum ljóst að við höfðum misst allt sem við höfum varið allri ævi okkar að byggja upp,“ segir Kristoffer. „Ég hef alltaf verið lausnamiðaður og getað leyst vandamál. En núna er ég algjörlega úrræðalaus.“ Að minnsta kosti 24 eru látnir en einnig er 23 saknað. Á meðal látnu eru feðgarnir Anthony og Justin Mitchell. Faðirinn notaðist við hjólastól en sonurinn var með cerebral palsy, lömun vegna heilaskaða. Anthony fannst við rúm sonar síns. Dóttir Anthony sagði að hann hefði aldrei skilið son sinn eftir. Meira en 92 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín samkvæmt bandaríska fjölmiðlinum CNN. Þá eru í gildi rýmingarviðvaranir fyrir 89 þúsund manns.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Gróðureldar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira