„Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 21:03 Djokovic og nýi þjálfari hans. Vísir/Getty Images Novak Djokovic er mættur í aðra umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Serbinn gæti ekki verið ánægðari með að hinn skoski Andy Murray sé þjálfari hans sem stendur. Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð. Tennis Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð.
Tennis Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira