Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 08:01 Josh Allen leiddi Buffalo Bills til öruggs sigurs í gær. Getty/Kathryn Riley Nokkrir stuðningsmanna Buffalo Bills virtust ekki ná að njóta þess nógu vel þegar liðið komst af öryggi áfram í 8-liða úrslit NFL-deildarinnar með 31-7 sigri á Denver Broncos. Til átaka kom á bílastæðinu við Highmark-leikvanginn eftir leik. Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Úrslitakeppnin í NFL-deildinni er komin á fulla ferð og var Buffalo eitt þriggja liða sem komst áfram í gær. Washington Commanders unnu Tampa Bay Buccaneers í miklum spennuleik, 23-20, með vallarmarki Zane Gonzalez á síðustu sekúndu, og Philadelphia Eagles unnu Green Bay Packers 22-10. Þrátt fyrir öruggan sigur Buffalo í gær þá brutust út slagsmál á milli stuðningsmanna liðsins, eins og sjá má á myndbandi hér að neðan. BEEF IN THE STREETS HOLY FUCK LMAOOOO pic.twitter.com/sbmZwjtXmq— 𝓫 👁️ (@_bbrandonn_) January 12, 2025 Fjórir stuðningsmenn Buffalo byrjuðu að kljást en heyra má á upptöku að hávaðasamt rifrildi átti sér stað í aðdragandanum. Á endanum gekk einn stuðningsmannanna að öðrum og kýldi hann í andlitið. Í kjölfarið fylgdu fleiri hnefahögg og átök áður en tókst að róa menn niður. Í leiknum sjálfum komust Denver Broncos reyndar í 7-0 en Buffalo fékk ekki á sig mark eftir það og vann 31-7. Josh Allen kastaði fyrir 272 jördum og tveimur snertimörkum í leiknum og nú er ljóst að hann mun etja kappi við Lamar Jackson og Baltimore Ravens í næstu umferð, en Jackson þykir helsti keppinautur Allens um MVP-titilinn á þessari leiktíð. Washington Commanders unnu leik í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan árið 2006 og mæta Detroit Lions. Sjö lið eru komin áfram í átta liða úrslit NFL-deildarinnar, eða undanúrslit AFC- og NFC-deildanna. LA Rams eða Minnesota Vikings bætast svo í hópinn í kvöld. Undanúrslit AFC: Baltimore Ravens – Buffalo Bills Houston Texans – Kansas City Chiefs Undanúrslit NFC: Washington Commanders – Detroit Lions Philadelphia Eagles – Rams/Vikings
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira