„Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2025 07:01 Strákar úr 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn til styrktar félaga sínum. Vísir Styrktarleikur fór fram í Kórnum í gær til styrktar Tómasi Frey Guðjónssyni. Samherjar Tómasar í 4. flokki HK skipulögðu viðburðinn og var öllu til tjaldað. Andri Már Eggertsson kíkti á stemmninguna í Kórnum. Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HK Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Drengir í 4. flokki HK stóðu fyrir viðburðinum en þeir eru allir fæddir árið 2011. Vinur þeirra og samherji, Tómas Freyr, þurfti að fara í erfiðar lyfjameðferðir eftir að hafa greinst með krabbamein og einnig þurfti hann að gangast undir erfiða aðgerð í Svíþjóð. Auk þess að skipuleggja viðburðinn til styrktar Tómasi Frey tóku strákarnir allir upp á því að krúnuraka sig til að sýna honum frekari stuðning. Viðburðurinn hófst með leik HK og Víkinga í 4. flokki en því næst var komið að leik meistaraflokks HK og stjörnuliðs Ómars Inga Guðmundssonar sem þjálfaði HK á síðasta tímabili. „Þetta er það sem íþróttir og íþróttafélög eiga að snúast um, vinskapur og samheldni. Þetta er held ég ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir, til að vera hluti af svona samfélagi þar sem svona hlutir geta gerst. Það er yndislegt að sjá,“ sagði Ómar Ingi í samtali við Andra Má Eggertsson sem kíkti á stemmninguna í Kórnum. Fjölmargir þekktir aðilar léku með Stjörnuliði Ómars Inga, meðal annars fyrrum landsliðsmaðurinn Kári Árnason, Hreimur Heimisson, Jóhannes Ásbjörnsson, Höskuldur Gunnlaugsson og Patrik Atlason - einnig þekktur sem Prettyboitjokko. „Mér finnst aukin pressa á mér því ég er búinn að segja við Kára og Sölva að ég eigi alveg að vera í hóp hjá Víkingi,“ sagði Patrik í samtali við Andra Má. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HK Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira