Trump ekki dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2025 15:08 Mótmlælendur komu saman við dómshúsið í New York. Einhverjir til að styðja Trump og aðrir til að mótmæla á þeim grunni að dómskerfið hafi tekið hann vetlingatökum. AP/Yuki Iwamura Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“ Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, sagði málaferlin hafa verið einstök en málið hefði samt farið sama ferli og önnur. Hann sagðist ekki eiga neinn annan kost en að sleppa Trump án refsingar, vegna stöðu hans. Trump sjálfur var ekki í dómsalnum þegar refsingin var opinberuð. Hann er staddur í Flórída en fylgdist með gegnum fjarfundarbúnað og tjáði sig einnig. Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche.AP/Brendan McDermid Merchan hafði áður gefið til kynna að hann ætlaði sér ekki að dæma Trump til fangelsisvistar. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum hans þótti líklegt að málaferlin myndu enda með þessum hætti. Trump hefur ítrekað farið hörðum orðum um Merchan og jafnvel líkt honum við djöfulinn. Trump var í einföldu máli sagt sakfelldur í maí fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir þagnargreiðslur til fyrrverandi klámstjörnu í aðdraganda forsetakosninganna 2020. Þar með varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna til þess að hljóta dóm í sakamáli. Hann Trump varð sömuleiðis fyrsti glæpamaðurinn til að vera kjörinn í embætti forseta. Sjá einnig: Trump sakfelldur fyrir skjalafals Lögmenn Trumps hafa varið miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir að Merchan fái að kveða upp refsingu Trumps í aðdraganda embættistöku hans þann 20. janúar. Þær tilraunur fóru alla leið til Hæstaréttar en dómarar þar höfunuðu kröfunni í gær. Sjá einnig: Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Emil Bove, einn lögmanna Trumps, var í dómsal í New York. Trump var í Flórída en með honum var Todd Blanche, annar lögmaður hans. Báðir hafa verið tilnefndir af Trump í háttsett embætti aðstoðar dómsmálaráðherra. Sagðist ekki hafa gert neitt rangt Áður en Merchan lýsti yfir ákvörðun sinni sagði Joshua Steinglass, saksóknari, að hann væri hlynntur því að Trump yrði sleppt án refsingar, vegna þess að hann tæki við embætti forseta eftir nokkra daga. Hann minnti hins vegar á að Trump hefði verið sakfelldur í 34 ákæruliðum og sagði að hann hefði ekki sýnt nokkra iðrun. Þess í stað hefði hann sýnt dómkerfi Bandaríkjanna fyrirlitningu í hverju skrefi málsins. Steinglass sagði Trump hafa ógnað saksókurum, dómaranum og kviðdómendum og heilt yfir hefði Trump valdið dómkerfinu ævarandi skaða. Blanche fór öfuga leið í ummælum sínum og hélt því að málaferlin gegn Trump hefðu ekki fylgt lögum. Trump hefði aldrei átt að vera ákærður og hélt hann því fram að með því að kjósa hann til embættis forseta, væri meirihluti þjóðarinnar sammála því. Trump tjáði sig einnig en hann sagði málaferlin gegn sér eiga rætur í pólitík. Hann sagði upplifunina hafa verið hræðilega og að málaferlin væru mikil mistök fyrir New York ríki og dómkerfi ríkisins. Þá staðhæfði Trump að hann hefði ekkert rangt gert og sagði, eins og hann hefur svo oft gert áður, að um „nornaveiðar“ væri að ræða. „Ég er algjörlega saklaus. Ég gerði ekkert rangt.“
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps. 9. janúar 2025 13:34